Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 15. 2012 | 11:45

Bubba Watson er kylfingur apríl mánaðar á PGA – myndskeið

Kom einhverjum þetta á óvart?

Bubba Watson er Avis kylfingur aprílmánaðar á PGA.  Watson sigraði á fyrsta risamóti ársins í apríl, þannig að þetta sagði sig svolítið sjálft.

Fyrir nafnbótina hlaut Watson $ 50.000,- frá Avis bílaleigunum, sem styrkja nafnbótina, en peningurinn rann til „First Tee“ sem er það góðgerðarverkefni, sem Bubba var búinn að eyrnamerkja verðlaunaféð fyrir, ef hann yrði svo heppinn að hljóta titilinn.

Í „First Tee“ fá krakkar efnalítilla foreldra fría golfkennslu og stuðning við að koma þeim í golfíþróttina, en golf er sem kunnugt er mjög dýr íþrótt.

Sjá má myndskeið þar sem sagt er frá vali á Avis kylfingi mánaðarins á PGA með því að smella HÉR: