Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 14. 2012 | 17:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2012 (10. grein af 21): Darren Fichardt og Adrien Bernadet

Hér verður fram haldið að kynna „nýju“ strákana á Evróputúrnum, sem hlutu kortið sitt á keppnistímabilið 2012 í gegnum lokaúrtökumót Q-school Evróputúrsins.

Í kvöld verða kynntir þeir Adrienne Bernadet frá Frakklandi , sem varð í 19. sæti og Darren Fichardt frá Suður-Afríku.

Adrienne Bernadet

Adrienne Bernadet er fæddur 27. nóvember 1984 í París og er því 27 ára. Foreldrar hans elskuðu að spila golf og því byrjaði Adrienne sjálfur 11 ára.  Hann átti góðan áhugamannaferil vann m.a. Portuguese Amateur Open Championship árið 2006 áður en hann gerðist atvinnumaður 2007. Hann spilaði á Áskorendamótaröðinni (ens.: Challenge Tour ) á árunum 2008 – 2011, besti árangurinn var á Allianz Open Côtes d’Amor – Bretagne þar sem hann varð í 3. sæti.

Hann komst á 1. stig lokaúrtökumóts Q-school Evrópumótaraðarinnar 2006, 2009 og 2010 án árangurs áður en honum tókst að krækja sér í 19. sætið s.l. desember og spilar því á Evrópumótaröðinni 2012.

Í dag býr hann í Versölum (Versailles) í Frakklandi. Áhugamál hans fyrir utan golfið eru íþróttir almennt, sérstaklega snóker og hann telur þjálfara sinn og pabba hafa haft mest áhrif á feril hans.

 Frekari upplýsingar um Adrienne Bernadet má fá á heimasíðu umboðsaðila hans HÉR: 
Darren Fichardt fæddist 13. maí 1985 í Pretoríu, Suður-Afríku og er því nýorðinn 27 ára (í gær).

Darren Fichardt.

Darren er kvæntur konu sinni Natöshu og á með henni synina Ethan (f. 2005) og Tristan (f. 2007).  Natasha er íþróttasálfræðingur og er Darren helsta viðfangsefni hennar. Darren gerðist atvinnumaður í golfi 2004. Frá þeim tíma og jafnvel þar áður (2000) hefir hann reynt að komast á Evrópumótaröðina (2005,2007, 2008, 2009).
Darren vann annan titil sinn á Evrópumótaröinni á Qatar Masters eftir að sigra í umspili við landa sinn James Kingston, árið 2003.  Tveimur árum áður vann hann fyrsta titil sinn á Sao Paulo Brazil Open og vann sér inn 2 ára undanþágu til þess að spila á Evrópumótaröðinni.  Darren vann  1999/2000 Southern Africa Tour Order of Merit og var félagi Retief Goosen í heimsbikarnum það ár (2001).
Hann varð í 145. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar 2005 en náði 19. kortið  og spilaði keppnistímabilið 2006 á túrnum, þar sem hann varð tvívegis í 3. sæti í Suður-Afríku og Qatar.
Meðal áhugamála hans eru vatnaíþróttir og að horfa á kvikmyndir.  Í dag er Darren Fichardt í 317. sæti heimslistans.