Tiger í toppbaráttunni innan skamms
Tiger Woods heldur því fram að hann muni innan skamms vera með í toppbaráttunni í viku hverri, jafnvel þótt nýlegar niðurstöður bendi til annars.
„Ég held að ég sé að stefna í rétta átt,“ sagði Tiger í Congressional Country Club, þar sem hann var að kynna AT&T National mótið sem fram fer 28. júní – 1. júlí n.k.
„Ég ætla að reyna að halda áfram að bæta mig í áföngum og í öllum þáttum leiks míns til þess að reyna að gera hvern og einn þáttanna skilvirkari.“
Tiger hefir sigrað í einu móti á þessu ári, en féll nýlega aftur í lægð þegar hann komst ekki í gegnum niðurskurð í Charlotte og eins varð hann aðeins í 40. sæti á The Masters og The Players Championship.
„Ég hef aðeins spilað í 3 mótum – ég vann mót fyrir (4) mótum síðan,“ sagði Tiger. „Ef mér tekst að verða skilvirkari í því sem ég er að gera þá kem ég til með að sigra golfmót.“
Tiger vann á Congressional árið 2009 áður en mótið var flutt í úthverfi Philadelphíu til þess að hliðra til fyrir Opna bandaríska.
Meiðsli hömluðu Tiger frá því að taka þátt í stórum sigri Rory McIlroy.
„Því miður var ég í stöðu þar sem ég gat ekki spilað og það var erfitt vegna þess að ég missti af því að spila á golfvelli sem ég þekki, þar sem ég hef unnið á og ég elska.“ sagði Tiger. „Þessir þættir gera það erfitt að sitja bara og horfa á. Það sem Rory gerði var einstakt. Hann spilaði fallegt golf.“
McIlroy hafði yfirburði á Congressional, lauk keppni -16 undir pari. Hann er ekki meðal keppenda á AT&T National að svo komu, en til viðbótar Tiger verða m.a. Nick Watney, Justin Rose og KJ Choi sem spila um US$6.5 milljónir.
Parið á Congressional’s Blue Course verður 71 og völlurinn er 7,535 yarda langur. Tiger hefir orðið T-16 á honum (1997 US Open), T-6 (2008 AT&T National) og sigraði þar fyrir 3 árum.
„Erfiðleikarnir felast í því hversu stór völlurinn er,“ sagði Tiger. „Ef þú lendir boltanum þar sem er örlítil raki í brautunum og ef teighögginn rúlla ekkert, þá er þessi völlur virkilega langur…. þetta er frábær golfvöllur frá teig að flöt. Maður verður að dræva vel og þegar maður er kominn á flöt þá er mikið um pitch og hreyfingar aftan til og fram.“
„Þegar við spilum þar í ár, myndi ég vilja hafa völlinn erfiðan, ekki spurning.“
Heimild: stuff.co.nz
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024