Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 18:25

Unglingamótaröð Arion banka hófst nú um helgina – myndasería

Um helgina var leikið á 1. móti Arion banka mótaröð unglinga á Garðavelli á Akranesi en Golfklúbbur Reykjavíkur sá um framkvæmd mótsins. Það voru 140 unglingar skráðir í mótið og luku 131 keppni.

Sjá má myndaseríu úr mótinu hér: UNGLINGAMÓTARÖÐ ARION BANKA Á GARÐAVELLI HJÁ GL – 20. MAÍ 2012

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, lék frábært golf seinni keppnisdaginn (20. maí 2012) en hún  lék á 66 höggum eða sex höggum undir pari og setti vallarmet af bláum teigum á Garðavelli. Guðrún Brá fékk sjö fugla og einn skolla á hringnum í dag og bætti fyrra vallarmet af bláum teigum um fjögur högg en það átti Ragnhildur Sigurðardóttir frá árinu 2005.

Rifjum upp helstu úrslit á 1. móti Arion banka mótaraðar unglinga:

Stúlknaflokkur, 17-18 ára:

  1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 74-66=140 -4
  2. Anna Sólveig Snorradóttir GK 81-74=155 +11
  3. Guðrún Pétursdóttir GR 74-84=158 +14

Piltaflokkur, 17-18 ára.

  1. Bjarki Pétursson GB 72-72= 149 + 5
  2. Benedikt Sveinsson GK 70-76= 155 + 11
  3. Ragnar Már Garðarsson GKG 76-80= 156 +12
  4. Ísak Jasonarson GK 79-77= 156 +12

Telpnaflokkur , 15-16 ára.

  1. Gunnhildur Kristjánsdóttir GKG 83-80= 163 +19
  2. Sara Margrét Hinriksdóttir GK 87-81= 168 +24
  3. Ragnhildur Kristinsdóttir GR 85-85= 170 +26

Drengjaflokkur, 15-16 ára.

  1. Gísli Sveinbergsson GK 71-77= 148 +4
  2. Egill Ragnar Gunnarsson GKG 72-77= 149 +5
  3. Kristófer Orri Þórðarson GKG 76-76= 152 +8

Stúlknaflokkur 14 ára og yngri

  1. Eva Karen Björnsdóttir GR 86-87= 173 +29
  2. Saga Traustadóttir GR 85-95= 180 +36
  3. Gerður Hrönn Ragnarsdóttir GR 89-96= 185 +41

Strákaflokkur 14 ára og yngri

  1. Henning Darri Þórðarson GK 72-70= 142 -2
  2. Fannar Ingi Steingrímsson GHG 78-77= 155 +3
  3. Róbert Smári Jónsson GS 81-75= 156 +12

Heimild: golf.is