Azahara Muñoz. Mynd: LPGA
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 21. 2012 | 07:15

PGA: Dufner sigurvegari á HP Byron Nelson Evróputúrinn: Colsaerts vann Volvo mótið LPGA: Muñoz sigraði í Sybase holukeppninni

PGA Tour:

Það var Jason Dufner sem stóð uppi sem sigurvegari á HP Byron Nelson mótinu, á TPC Four Seasons golfvellinum, í Irving, í Texas. Alls spilaði Dufner á -11 undir pari, samtals 269 höggum (67 66 69 67).

Í 2. sæti varð Bandaríkjamaðurinn Dicky Pride höggi á eftir Dufner.

Þriðja sætinu deildu síðan 4 kylfingar 2 höggum á eftir Dufner, þ.e. þeir Marc Leishman frá Ástralíu, Jonas Blixt frá Svíþjóð og Bandaríkjamennirnir Joe Durant og JJ Henry.

Til þess að sjá úrslitin í HP Byron Nelson mótinu smellið HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokadags (4. dags) HP Byron Nelson mótsins smellið HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á HP Byron Nelson mótinu, sem er ás JJ Henry smellið HÉR:

Jason Dufner. Mynd: PGA

———————————————————————————————————

Evróputúrinn:

Í Finca Cortesin, í Casares, á Costa Del Sol í Andaluciu hefir nú um helgina farið fram Volvo World Match Play Championship.

Það var Belginn Nicholas Colsaerts, sem hafði betur gegn Norður-Íranum Graeme McDowell og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu holu.

Þar kom að því að Colsaerts ynni mót en Belginn 29 ára er búinn að standa sig geysivel á keppnistímabilinu það sem af er árs og hefir oftar en 1 sinni landað 2. sætinu.

Kanaríeyingurinn Rafael Cabrera Bello hafði síðan betur í viðureigninni um 3. sætið gegn Skotanum Paul Lawrie.

Til þess að sjá hvað hver þátttakandi í Volvo World Match Play Championship hlýtur í verðlaunafé smellið HÉR: 

Nicholas Colsaerts sigurvegari Volvo World Match Play Championship. Mynd: europeantour.com

————————————————————————————————————

LPGA

Það var spænska stúlkan Azahara Muñoz sem sigraði í Sybase holukeppninni sem farið hefir fram í Hamilton Farm Golf Club, í Gladstone, New Jersey.

Muñoz hafði betur gegn Candi Kung frá Taíwan, 2 & 1 í úrslitaleiknum.

Síðan var það Morgan Pressel frá Bandaríkjunum, sem hafði betur í leiknum um 3. sætið gegn löndu sinni Vicky Hurst.  Sá leikur fór líkt og úrslitaleikurinn 2 & 1.

Spænski kylfingurinn Azahara Muñoz vann Sybase holukeppnina. Mynd: LPGA