Bandaríska háskólagolfið: Ólafur Björn lauk keppni í Greensboro svæðisúrslitunum á 74 höggum í síðasta móti sínu í háskólagolfinu
Dagana 17.-19. maí fór fram á golfvelli Grandover Resort & Conference Center fram NCAA East Regional – NCAA Greensboro Regional, þ.e. svæðisúrslitin í Austur-deildinni.
Þátttakendur voru 75 og þeirra á meðal voru Ólafur Björn Loftsson, NK og Charlotte 49´s.
Ólafur Björn spilaði samtals á+13 yfir pari, 229 höggum (75 80 74) og var síðasti hringur hans langbestur.
Hringurinn var jafnframt sá síðasti hjá Ólafi Birni í bandaríska háskólagolfinu, en hann hyggst gerast atvinnumaður í haust og spila á sterkum áhugamannamótum í sumar s.s. Andrews Trophy Links og Opna breska áhugamannamótinu.
Ólafur Björn var á 2.-3. besta skori liðs síns.
Lið Charlotte háskóla varð í 11. sæti af 14, sem þátt tóku, en sá árangur dugði ekki til að fleyta liðinu í landsúrslitin.
Til þess að sjá úrslitin á NCAA Greensboro Regional smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster