Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2012 | 17:00

Evróputúrinn: Thongchai Jaidee leiðir fyrir lokadag ISPS Handa Wales Open

Það er gaman að sjá Thaílendinginn Thongchai Jaidee í forystu fyrir lokadag ISPS Handa Wales Open.  Thongchai Jaidee er búinn að spila á samtals -7 undir pari, samtals 206 höggum (71 68 67). Í dag átti hann besta hring sinn, en á honum litu dagsins ljós 7 fuglar og 3 skollar.

Forysta Jaidee er samt naum aðeins 1 högg, en jafnir í 2. sæti eru „heimamaðurinn“ Joost Luiten og Englendingurinn Ross Fisher á samtals -6 undir pari, 207 höggum.

Í 4. sæti er enn annar Hollendingur Tim Sluiter á -5 undir pari, samtals 208 höggum.

Fimmta sætinu deila síðan Þjóðverjinn Marcel Siem og Spánverjinn Carlos del Morla á -4 undir pari samtals, hvor.

Spennandi hringur í vændum á morgun!

Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa Wales Open eftir 3. dag smellið HÉR: