Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 2. 2012 | 18:00

LET: Carlota Ciganda í forystu á Deloitte Ladies Open í Hollandi eftir 2. dag

Það er spænski afmæliskylfingur gærdagsins Carlota Ciganda sem tekið hefir forystu fyrir lokadag Deloitte Ladie Open í Broekpolder GC í Rotterdam, Hollandi. Ciganda er samtals búin að spila á -6 undir pari, samtals 138 höggum (71 67).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er finnska stúlkan Ursula Wikström og í 3. sæti er enska stúlkan Florentyna Parker á -4 undir pari.

Í fjórða sæti er síðan hópur 7 kvenkylfinga m.a. hin sænska Carin Koch, „heimakonan“ Dewi Claire Schreefel og franska stúlkan Elena Giraud, sem leiddi í gær.  Allar hafa þær spilað á samtals -3 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á Deloitte Ladies Open eftir 2. dag smellið HÉR: