
LPGA: Stacy Lewis og Mika Miyazato leiða eftir 1. hring Shoprite LPGA Classic
Í gær hófst í Seaview í Galloway, New Jersey Shoprite LPGA Classic mótið, þar sem þátt taka flestar bestu kvenkylfinganna á Rolex-heimslistanum.
Í efsta sæti eftir 1. hring eru bandaríska stúlkan Stacy Lewis og hin japanska MIKA (þ.e.a.s. ekki Ai) heldur MIKA Miyazato (á japönsku: 宮里美香, en EKKIi 宮里 藍)
Stacy og Mika spiluðu báðar á 65 höggum, -6 undir pari þessa par-71 golfvallar A Dolce Resort. Stacy byrjaði ekki vel, fékk slæman skramba (6) á par-4 2. brautina, en tók hann strax á næstu braut aftur með glæsierni og fékk síðan 5 fugla á afgang vallarins.
Mika Miyazato hins vegar átti glæsihring með minni sviptingum. Mika spilaði skollafrítt, fékk 4 fugla og glæsiörn á par-5 9. brautina.
Þriðja sætinu deila kólombíska stúlkan Mariajo Uribe og „bleiki pardusinn“ Paula Creamer. Báðar eru þær 2 höggum á eftir þeim Mika og Stacy, á -4 undir pari
Ein í 5. sæti á -3 undir pari er kanadíski nýliðinn á LPGA Maude Aimee Leblanc, sem Golf 1 var með kynningu á (Sjá með því að smella HÉR:)
Í 6. sæti á -2 undir pari kemur síðan hópur 7 kylfinga/flest þekkt nöfn eins og Lexi Thompson, Azahara Muñoz, Anna Nordqvist og Christina Kim.
Til þess að sjá hverjar hinar 3 í 6. sæti eru og stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Shoprite LPGA Classic, smellið HÉR:
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster