LPGA: Stacy Lewis og Mika Miyazato leiða eftir 1. hring Shoprite LPGA Classic
Í gær hófst í Seaview í Galloway, New Jersey Shoprite LPGA Classic mótið, þar sem þátt taka flestar bestu kvenkylfinganna á Rolex-heimslistanum.
Í efsta sæti eftir 1. hring eru bandaríska stúlkan Stacy Lewis og hin japanska MIKA (þ.e.a.s. ekki Ai) heldur MIKA Miyazato (á japönsku: 宮里美香, en EKKIi 宮里 藍)
Stacy og Mika spiluðu báðar á 65 höggum, -6 undir pari þessa par-71 golfvallar A Dolce Resort. Stacy byrjaði ekki vel, fékk slæman skramba (6) á par-4 2. brautina, en tók hann strax á næstu braut aftur með glæsierni og fékk síðan 5 fugla á afgang vallarins.
Mika Miyazato hins vegar átti glæsihring með minni sviptingum. Mika spilaði skollafrítt, fékk 4 fugla og glæsiörn á par-5 9. brautina.
Þriðja sætinu deila kólombíska stúlkan Mariajo Uribe og „bleiki pardusinn“ Paula Creamer. Báðar eru þær 2 höggum á eftir þeim Mika og Stacy, á -4 undir pari
Ein í 5. sæti á -3 undir pari er kanadíski nýliðinn á LPGA Maude Aimee Leblanc, sem Golf 1 var með kynningu á (Sjá með því að smella HÉR:)
Í 6. sæti á -2 undir pari kemur síðan hópur 7 kylfinga/flest þekkt nöfn eins og Lexi Thompson, Azahara Muñoz, Anna Nordqvist og Christina Kim.
Til þess að sjá hverjar hinar 3 í 6. sæti eru og stöðuna að öðru leyti eftir 1. dag Shoprite LPGA Classic, smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024