PGA: Cam Davis sigraði á Rocket Mortgage Classic e. bráðabana
Það var Cam Davis, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, Rocket Mortgage Classic. Mótið fór fram 1.-4. júlí sl. í Detroit, Michigan. Eftir hefðbundnar 72 holu leik voru bandarísku kylfingarnir Cam Davis, Troy Merritt og Joaquin Niemann frá Chile efstir og jafnir; höfðu allir spilað á samtals 18 undir pari, 270 höggum. Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar sigraði Cam Davis, Troy Merritt á 5. holu bráðabanans með pari. Niemann datt út þegar á 1. holu. Sjá má lokastöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR:
GKS: Sigurður Sverrisson fór holu í höggi!
Sigurður Sverrisson náði þeim glæsilega árangri að fara holu í höggi á Siglo Golf vellinum á Siglufirði Ásinn kom á 9. braut. Golf 1 óskar Sigurði innilega til hamingju með inngönguna í Einherjaklúbinn!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Tony Jacklin –—— 7. júlí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Tony Jacklin. Jacklin er fæddur 7. júlí 1944 og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Margir af yngri kylfingum dagsins í dag hafa aldrei heyrt hans getið. Hver er Tony Jacklin? Hann var sonur vörubílstjóra frá Scunthorpe í Englandi og varð síðar stjarna breska golfheimsins og aðalmaðurinn í góðum árangri Evrópu í Ryder Cup. Hátindum velgengni fylgdu miklir öldudalir lægða í stuttum en brillíant ferli Tony Jacklin. Tony Jacklin fæddist 7. júlí 1944 inn í verkamannafjölskyldu í Scunthorpe og ólíklegt virtist að hann ætti eftir að gera golfið að ævistarfi sínu. Þrátt fyrir mikinn stuðning frá föður sínum, sem var mikill golfaðdáandi þá fannst foreldrum hans of Lesa meira
LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Big Green Egg Open
Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti vikunnar á LET, sem nefndist Big Green Egg Open. Mótið fór fram 30. júní – 3. júlí í Rosendaelsche Golf Club, í Arnhem,Hollandi. Guðrún Brá var aðeins 1 sárgrætilegu höggi frá því að komast gegnum niðurskurð – en til þess að komast áfram þurfti að spila á samtals 5 yfir pari eða betur. Guðrún Brá lék á 6 yfir pari 150 höggum (70 80) – átti eins og sést afleitan 2. hring og 10 högga sveifla milli hringja. Sigurvegari mótsins varð hin ástralska Stephanie Kyriacou, en hún lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (66 72 65 67). Sjá má Lesa meira
NGL: Axel úr leik á Junet Open
Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr GK tók þátt í 4. móti sínu á þessu keppnistímabili á Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið, Junet Open, fór fram dagana 30. júní – 2. júlí sl. í Sand Golf Club í Bankeryd, Svíþjóð. Sænski atvinnukylfingurinn Alexander Björk var helsti bakhjarl mótsins. Axel hefir spilað á 3 NGL-mótum á þessu keppnistímabili. Besti árangur hans í ár er 27. sæti og hann er að svo komnu í 127. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar. Á Junet Open komst Axel því miður ekki gegnum niðurskurð – lék á 14 yfir pari, 158 högg (78 80) en til að komast áfram þurfti að vera á 5 yfir pari eða betra. Sjá Lesa meira
GBO: Valdís og Wirot klúbbmeistarar 2021
Meistaramót Golfklúbbs Bolungarvíkur (GBO) fór fram dagana 3.-4. júlí sl. Þátttakendur voru 8 og keppt var í 2 flokkum. Klúbbmeistarar GBO 2021 eru Valdís Hrólfsdóttir og Wirot Khiansanthia. Sjá má úrslit í meistaramóti GBO 2021 hér að neðan: Kvennaflokkur 1 Valdís Hrólfsdóttir +54, 196 högg (95 101) Karlaflokkur 1 Wirot Khiansanthia +11, 153 högg (76 77) 2 Bjarni Pétursson +15, 157 högg (80 77) 3 Runólfur Kristinn Pétursson +16, 158 högg (80 78) 4 Guðmundur Kristinn Albertsson +23, 165 högg (83 82) 5 Daði Valgeir Jakobsson +24, 166 högg (80 86) 6 Páll Guðmundsson +27, 169 högg (83 86) 7 Þorgils Gunnarsson +49, 191 högg (101 90) Endilega keyra „Kjálkann“ Lesa meira
LET: Guðrún Brá náði sínum besta árangri á LET í Tékklandi – T-33!!!
Atvinnukylfingurinn úr GK, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, tók þátt í Tipsport Czech Ladies Open, sem var mót vikunnar á LET dagana 25.-27. júní sl. Mótið fór fram í Golf Club Beroun, í Prag, Tékklandi. Á mótinu náði Guðrún Brá besta árangri sínum á LET til þessa – 33. sætinu, sem hún deildi með 6 öðrum kylfingum. Skor Guðrúnar Brá í mótinu var eftirfarandi: 4 undir pari, 212 högg (71 71 70). Stórglæsilegt!!! Sigurvegari mótsins var Atthaya Thitikul frá Thaílandi en hún lék á samtals 15 undir pari, 201 högg (68 68 65). Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: Aðalmyndagluggi: Guðrún Brá. Mynd: LET
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Gunnar Kanishka Shiransson – 6. júlí 2021
Afmæliskylfingur dagsins er Jón Gunnar Kanishka Shiransson. Jón Gunnar er fæddur 6. júlí 2006 og á því 15 ára stórafmæli í dag! Hann hefir keppt fyrir Golfklúbb Ísafjarðar (GÍ) og er mjög góður kylfingur. Komast má á facebook síðu Jón Gunnars hér að neðan til þess að að óska honum til hamingju með afmælið: Jón Gunnar Kanishka Shiransson ásamt kylfusveini. Mynd: GSÍ Jón Gunnar Kanishka Shiransson (15 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Arnaud Massey, 6. júlí 1877; Liz Baffoe, 6. júlí 1969 (52 ára); Azuma Yano, 6. júlí 1977 (44 ára); Mimmi Bergman, 6. júlí 1997 (24 ára); Þóra Kristín Lesa meira
GM: Nína Björk og Björn Óskar klúbbmeistarar – Nína í 17. skipti – Björn með glæsilegt vallarmet – 65 högg!!!
Meistaramót barna í GM fór fram dagana 27.-29. júní sl. og meistaramót þeirra sem eldri voru í GM tók síðan við í beinu framhaldi og stóð frá 30. júní – 3. júlí. Veðrið lék við keppendur alla 4 keppnisdagana og fór mótið vel fram í hvívetna. Þátttakendur í ár, sem luku keppni, voru 258 og kepptu í 23 flokkum. Klúbbmeistarar GM 2021 eru þau Nína Björk Geirsdóttir og Björn Óskar Guðjónsson. Björn Óskar var á sérlega glæsilegu heildarskori, heilum 10 undir pari, lék m.a. Hlíðarvöll á glæsilegum 65 höggum lokadaginn, sem er nýtt vallarmet! Nína Björk er klúbbmeistari GM í 17. sinn! Sjá má helstu úrslit í öllum flokkum hér Lesa meira
GMS: Helga Björg og Margeir Ingi klúbbmeistarar 2021
Meistaramót Golfklúbbsins Mostra (GMS) í Stykkishólmi fór fram dagana 30. júní – 3. júlí sl. Þátttakendur voru 21 og kepptu í 4 flokkum. Klúbbmeistarar GMS eru þau Helga Björg Marteinsdóttir og Margeir Ingi Rúnarsson. Sjá má öll úrslit á meistaramóti GMS hér að neðan: 1. flokkur karla 1 Margeir Ingi Rúnarsson -1, 287 högg (74 71 71 71) 2 Rúnar Örn Jónsson +41, 329 högg (84 85 80 80) 3 Gunnar Björn Guðmundsson +42, 330 högg (88 84 80 78) 1. flokkur kvenna 1 Helga Björg Marteinsdóttir +73, 289 högg (96 104 89) 2 Hulda Mjöll Hallfreðsdóttir +103, 319 högg (106 107 106) 3 Erna Guðmundsdóttir +108, 324 högg (109 105 Lesa meira










