Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 7. 2021 | 20:00

PGA: Cam Davis sigraði á Rocket Mortgage Classic e. bráðabana

Það var Cam Davis, sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA Tour, Rocket Mortgage Classic.

Mótið fór fram 1.-4. júlí sl. í Detroit, Michigan.

Eftir hefðbundnar 72 holu leik voru bandarísku kylfingarnir Cam Davis, Troy Merritt og Joaquin Niemann frá Chile efstir og jafnir; höfðu allir spilað á samtals 18 undir pari, 270 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og þar sigraði Cam Davis, Troy Merritt á 5. holu bráðabanans með pari. Niemann datt út þegar á 1. holu.

Sjá má lokastöðuna á Rocket Mortgage Classic með því að SMELLA HÉR: