09/11/2020. Ladies European Tour 2020. Aramco Saudi Ladies International Presented By Public Investment Fund. Royal Greens Golf & Country Club, Saudi Arabia. November 12-15 2020. Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during a practice round. Credit: Tristan Jones.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2021 | 23:59

LET: Guðrún Brá komst ekki g. niðurskurð á Big Green Egg Open

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, tók þátt í móti vikunnar á LET, sem nefndist Big Green Egg Open.

Mótið fór fram 30. júní – 3. júlí í Rosendaelsche Golf Club, í Arnhem,Hollandi.

Guðrún Brá var aðeins 1 sárgrætilegu höggi frá því að komast gegnum niðurskurð – en til þess að komast áfram þurfti að spila á samtals 5 yfir pari eða betur.

Guðrún Brá lék á 6 yfir pari 150 höggum (70 80) – átti eins og sést afleitan 2. hring og 10 högga sveifla milli hringja.

Sigurvegari mótsins varð hin ástralska Stephanie Kyriacou, en hún lék á samtals 18 undir pari, 270 höggum (66 72 65 67).

Sjá má lokastöðuna á Big Green Egg Open með því að SMELLA HÉR: