Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2021 | 23:00

NGL: Axel úr leik á Junet Open

Atvinnukylfingurinn Axel Bóasson úr GK tók þátt í 4. móti sínu á þessu keppnistímabili á Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið, Junet Open, fór fram dagana 30. júní – 2. júlí sl. í Sand Golf Club í Bankeryd, Svíþjóð.

Sænski atvinnukylfingurinn Alexander Björk var helsti bakhjarl mótsins.

Axel hefir spilað á 3 NGL-mótum á þessu keppnistímabili. Besti árangur hans í ár er 27. sæti og hann er að svo komnu í 127. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar.

Á Junet Open komst Axel því miður ekki gegnum niðurskurð – lék á 14 yfir pari, 158 högg (78 80) en til að komast áfram þurfti að vera á 5 yfir pari eða betra.

Sjá má lokastöðuna á Junet Open með því að SMELLA HÉR: