Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 22:00

GÓS: Birna og Jón klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbsins Ós (GÓS) á Blönduósi fór fram dagana 2.-3. júlí sl. Keppendur í ár voru 9 og kepptu í 3 flokkum. Klúbbmeistarar GÓS eru þau Birna Sigfúsdóttir og Jón Jóhannsson. Meistaramót þurfa ekki að vera fjölmenn til þess að vera skemmtileg. Það er frábært að GÓS skuli halda meistaramót og vonandi að framhald verði á!!! Vatnahverfisvöllur á Blönduósi er í fínu ástandi og þeir sem ekki hafa spilað hann ættu endilega að láta verða af því í sumar! Sjá má öll úrslit í meistaramóti GÓS hér að neðan: Meistaraflokkur karla 1 Jón Jóhannsson +31, 171 högg (86 85) 2 Eyþór Franzson Wechner +35, 175 högg (90 85) 3Valgeir M Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 21:00

GA Íslandsmeistari golfklúbba í drengjaflokki 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba hjá stúlkum og drengjum 15 ára og yngri fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 23.-25. júní 2021. Alls tóku 15 sveitir þátt frá 11 golfklúbbum. Framkvæmd mótsins tókst vel á flottum Strandarvelli og voru keppendur klúbbum sínum til sóma. Í drengjaflokki léku Golfklúbbur Akkureyrar (1) og Golfklúbburinn Keilir (Hvaleyrin) til úrslita þar sem að GA hafði betur og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum. GKG -1 varð í þriðja sæti eftir að hafa sigrað lið Golfklúbbs Vestmannaeyja í leik um þriðja sætið. Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit og stöðu. Smelltu hér fyrir stöðuna í höggleikskeppninni: Mynd og texti: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 20:00

GR Íslandsmeistari golfklúbba í telpnaflokki 15 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba hjá stúlkum og drengjum 15 ára og yngri fór fram á Strandarvelli á Hellu dagana 23.-25. júní 2021. Alls tóku 9 lið frá 10 golfklúbbum alls þátt. Framkvæmd mótsins tókst vel á flottum Strandarvelli og voru keppendur klúbbum sínum til sóma. Golfklúbbur Reykjavíkur (Grafarholt) og Golfklúbbur Mosfellsbæjar (1) léku til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn þar sem að GR hafði betur. Sameiginlegt lið Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Skagafjarðar enduðu í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (1). Lið GR – Grafarholt var þannig skipað: Helga Signý Pálsdóttir Perla Sól Sigurbrandsdóttir Pamela Ósk Hjaltadóttir Þóra Sigríður Sveinsdóttir Brynja Dís Viðarsdóttir

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 19:00

GKG Íslandsmeistari golfklúbba í piltaflokki 18 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba hjá piltum og stúlkum 18 ára og yngri fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 23.-25. júní 2021. A-sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir 2 1/2 – 1/2 sigur gegn Golfklúbbi Reykjavíkur (Grafarholt). Golfklúbbur Mosfellsbæjar varð í þriðja sæti. Smelltu hér fyrir rástíma, úrslit og stöðu. Smelltu hér fyrir stöðuna í höggleikskeppninni: Lið GKG var þannig skipað: Breki Gunnarsson Arndal Dagur Fannar Ólafsson Dagur Fannar Ólafsson Gunnlaugur Árni Sveinsson Róbert Leó Arnórsson Jón Þór Jóhannsson Aðalmyndagluggi: Íslandsmeistarar GKG í flokki 18 ára og yngri pilta á Íslandsmóti golfklúbba 2021. Mynd: GSÍ Texti: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 18:00

GM Íslandsmeistari golfklúbba í stúlknaflokki 18 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba hjá stúlkum og drengjum 18 ára og yngri fór fram á Garðavelli á Akranesi dagana 23.-25. júní 2021.Í stúlknaflokki fagnaði Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) sigri og sameiginlegt lið Golfklúbbs Kópavogar og Garðabæjar og Golfklúbbs Suðurnesja (GKG/GS) varð í öðru sæti. Golfklúbbur Reykjavíkur endaði í þriðja sæti og sameiginlegt lið Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Skagafjarðar varð í fjórða sæti. Lið GM var þannig skipað: María Eir Guðjónsdóttir Katrín Sól Davíðsdóttir Sara Kristinsdóttir Berglind Erla Baldursdóttir Eydís Arna Róbertsdóttir Aðalmyndagluggi: Íslandsmeistarar GM í flokki 18 ára og yngri stúlkna á Íslandsmóti golfklúbba 2021. Mynd: GSÍ Texti: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 17:00

Karla, kvenna, stúlkna – og piltalandslið Íslands valin fyrir EM í liðakeppni

Þann 23. júní sl. tilkynnti Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands,  hvaða leikmenn skipa landslið Íslands í karla – og kvennaflokki á Evrópumeistaramótunum í liðakeppni 2021. Ólafur hefur einnig tilkynnt hvaða leikmenn skipa stúlkna – og piltalandslið Íslands sem keppa einnig í liðakeppni á Evrópumótinu 2021. Bæði karla – og kvennaliðið eru í efstu deild en liðin eru skipuð leikmönnum sem eru áhugakylfingar. Stúlknalandslið Íslands er í efstu deild en piltalandsliðið er í næst efstu deild. Karlalið Íslands: Karlalið Íslands keppir á PGA Catalunya vellinum á Spáni rétt utan við borgina Barcelona. Heiðar Davíð Bragason verður þjálfari liðsins í þessari ferð og Baldur Gunnbjörnsson sjúkraþjálfari verður einnig með í för. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agnar Daði Kristjánsson – 5. júlí 2021

Afmæliskylfingur dagsins er Agnar Daði Kristjánsson. Agnar Daði er fæddur 5. júlí 1999 og á því 22 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbnum Keili. Komast má á facebook síðu Agnars Daða til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Agnar Daði Kristjánsson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Guðjón D Gunnarsson, 5. júlí 1943 (78 ára); Sigurður Hafsteinsson, 5. júlí 1956 (65 ára);  Jeff Hall, 5. júlí 1957 (64 ára); Sólveig Ósk Hallgrímsdóttir/Mensý, 5. júlí 1964 (57 ára); Valdís Guðbjörnsdóttir 5. júlí 1967 (54 ára); Markus Brier, 5. júlí 1968 (53 ára), Íris Björg Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2021 | 21:00

Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst varð í 57. sæti í Tékklandi

Mót vikunnar á Áskorendamótaröð Evrópu var Kaskáda Golf Challenge. Það fór fram dagana 1.-4. júní 2021 í Kaskáda Golf Resort, Brno, í Tékklandi. Guðmundur Ágúst Kristjánsson var meðal keppenda og lauk keppni í 57. sæti. Skor Guðmundar Ágúst var 2 yfir pari, 286 högg (68 69 76 73). Sigurvegari varð Þjóðverjinn Marcel Schneider á samtals 16 undir pari, 268 högg (65 65 71 67) Sjá má lokastöðuna á Kaskáda Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2021 | 20:00

Perla Sól með glæsilegt vallarmet á Strandarvelli

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, setti  þann 23. júní sl. glæsilegt vallarmet af rauðum teigum (fremstu teigum) á Strandarvelli hjá Golfklúbbnum Hellu (GHR). Perla Sól lék á 72 höggum eða tveimur höggum yfir pari sem er glæsilegur árangur hjá Perlu, sem er 14 ára en verður 15 ára í haust. Perla Sól var að leika í höggleikskeppninni á Íslandsmóti golfklúbba 15 ára og yngri sem hófst þann 23. júní á Strandarvelli. Hún er ríkjandi Íslandsmeistari í sínum aldursflokki í höggleik – og holukeppni. Hún er einnig í stúlknalandsliði Íslands sem var tilkynnt í 23. júní sl.

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2021 | 18:00

GBB: Ólafía og Jens klúbbmeistarar 2021

Meistaramót Golfklúbbs Bíldudals (GBB) fór fram dagana 1.-3. júlí 2021. Klúbbmeistarar GBB eru þau Ólafía Björnsdóttir og Jens Bjarnason. Keppt var í 2 flokkum og voru keppendur 19. Ískalk styrkti meistaramótið. Sjá má úrslit í báðum flokkum hér að neðan: Kvennaflokkur 1 Ólafía Björnsdóttir +46, 186 högg (97 89) 2 Margrét G Einarsdóttir +46 186 högg (93 93) 3 Kristjana Andrésdóttir +56, 196 högg (92 104) 4 Lára Þorkelsdóttir +69, 209 högg (97 112) 5 Freyja Sigurmundsdóttir +75, 215 högg (108 107) 6 Guðbjörg Sigr Friðriksdóttir +84, 224 högg (111 113) 7 Hrefna Stefánsdóttir +102, 242 högg (125 117) Karlaflokkur 1 Jens Bjarnason +29 169 (90 79) 2 Heiðar Ingi Lesa meira