
Nýju strákarnir á Evróputúrnum (20. grein af 21): Sam Hutsby varð í 2. sæti í Q-school
Sam Hutsby varð í 2. sæti á Q-school evrópsku mótaraðarinnar í Girona á Spáni í desember á sl. ári. Sam fæddist í Portsmouth, Hampshire 29. október 1988 og er því 23 ára.
Hutsby átti mjög farsælan feril sem áhugamaður í golfi. Þjálfari hans var Sam Torrance allt til ársins 2008. Árið 2009 tapaði hann í úrslitum á The Amateur Championship í Formby Golf Club fyrir Matteo Manassero, sem er yngsti sigurvegari á mótinu. Sam Hutsby sigraði á Spanish Amateur árið 2006, sem gaf honum rétt til að spila á Spanish Open 2009, en þar tapaði hann í úrslitum fyrir Reinier Saxton.
Í apríl 2009 var Hutsby í 6. sæti á heimslista áhugamanna og sá hæst „rankaði“ af enskum kylfingum. Hann spilaði í Walker Cup 2009 og tapaði í tvímenningi en vann á sunnudeginum í fjórmenningnum ásamt Wallace Booth (bróður Carly Booth) og varð þar með sá sem skoraði flest stig fyrir England.
Daginn eftir Walker Cupp gerðist Sam atvinnumaður í golfi 2009, sem og Gavin Dear, sem var hæst „rankaði“ skoski áhugamaðurinn. Umboðsmaður þeirra er Wasserman Media Group.
Fyrsta mótið sem Sam Hutsby spilaði í sem atvinnumaður var Alfred Dunhill Links Championship, í október 2009. Sigurvegari mótsins var Simon Dyson. Í Q-school í lok ársins varð Sam í 2. sæti á eftir Simon Khan og vann í fyrsta sinn kortið sitt á evrópsku mótaröðini 2010. Það munaði aðeins 1 sæti að hann héldi kortinu, en hann missti það og spilaði því á Áskorendamótaröðinni 2011, þar sem hann varð í 48. sætinu. Hann varð því aftur að fara í Q-school í árslok í fyrra, þar sem hann varð í 2. sæti á eftir David Dixon, sem vann Q-school 2011 og verður kynntur síðastur allra hér á Golf 1.
Heimild: Wikipedia
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023