Nýju strákarnir á Evróputúrnum (20. grein af 21): Sam Hutsby varð í 2. sæti í Q-school
Sam Hutsby varð í 2. sæti á Q-school evrópsku mótaraðarinnar í Girona á Spáni í desember á sl. ári. Sam fæddist í Portsmouth, Hampshire 29. október 1988 og er því 23 ára.
Hutsby átti mjög farsælan feril sem áhugamaður í golfi. Þjálfari hans var Sam Torrance allt til ársins 2008. Árið 2009 tapaði hann í úrslitum á The Amateur Championship í Formby Golf Club fyrir Matteo Manassero, sem er yngsti sigurvegari á mótinu. Sam Hutsby sigraði á Spanish Amateur árið 2006, sem gaf honum rétt til að spila á Spanish Open 2009, en þar tapaði hann í úrslitum fyrir Reinier Saxton.
Í apríl 2009 var Hutsby í 6. sæti á heimslista áhugamanna og sá hæst „rankaði“ af enskum kylfingum. Hann spilaði í Walker Cup 2009 og tapaði í tvímenningi en vann á sunnudeginum í fjórmenningnum ásamt Wallace Booth (bróður Carly Booth) og varð þar með sá sem skoraði flest stig fyrir England.
Daginn eftir Walker Cupp gerðist Sam atvinnumaður í golfi 2009, sem og Gavin Dear, sem var hæst „rankaði“ skoski áhugamaðurinn. Umboðsmaður þeirra er Wasserman Media Group.
Fyrsta mótið sem Sam Hutsby spilaði í sem atvinnumaður var Alfred Dunhill Links Championship, í október 2009. Sigurvegari mótsins var Simon Dyson. Í Q-school í lok ársins varð Sam í 2. sæti á eftir Simon Khan og vann í fyrsta sinn kortið sitt á evrópsku mótaröðini 2010. Það munaði aðeins 1 sæti að hann héldi kortinu, en hann missti það og spilaði því á Áskorendamótaröðinni 2011, þar sem hann varð í 48. sætinu. Hann varð því aftur að fara í Q-school í árslok í fyrra, þar sem hann varð í 2. sæti á eftir David Dixon, sem vann Q-school 2011 og verður kynntur síðastur allra hér á Golf 1.
Heimild: Wikipedia
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024