Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2012 | 09:00

LEK: Sigurður Albertsson vann flokk 70+ og fór holu í höggi á 9. viðmiðunarmóti LEK! Úrslit og myndasería

Níunda viðmiðunarmóti LEK og Mp-banka er lokið en það fór fram laugardaginn 23. júní 2012  í blíðskaparveðri á Hamarsvelli, í Borgarnesi.  Alls tóku 110 keppendur þátt og náðist ágætur árangur. Verðlaunahafar voru sem hér segir:

Konur 50 ára og eldri:

1. Guðrún Sverrisdóttir 38 punktar
2. Þuríður Jóhannesdóttir 36 punktar
3. Magdalena S H Þórisdóttir 35 punktar

Besta skori í höggleik náði Ásgerður Sverrisdóttir en hún lék völlinn á 78 höggum.

 

Karlar 55 – 69 ára:

1. Óskar Sæmundsson 37 punktar
2. Eggert Eggertsson 37 punktar
3. Þráinn Gústafsson 37 punktar
4. Jóhann Ríkharðsson 37 punktar
5. Friðþjófur A Helgason 35 punktar

Besta skori í höggleik náði Óskar Sæmundsson en hann lék völlinn á 74 höggum.

 

Karlar 70 ára og eldri:

1. Sigurður Albertsson 36 punktar
2. – 3. Eyjólfur Sigurðsson 34 punktar

2. – 3. Guðlaugur Gíslason 34 punktar

Besta skori í höggleik náði Sigurður Albertsson en hann lék völlinn á 80 höggum. Þá er þess að geta að Sigurður fór holu í höggi á 14. holu.

Golf 1 óskar Sigurði til hamingju með draumahöggið! 

Tíunda og síðasta viðmiðunarmótið fór síðan fram á Akranesi í gær og verður fjallað um það síðar hér á Golf 1. Fyrir liggur nú  hverjir skipa liðin 4, sem fara á vegum LEK til keppni á Evrópumótin í ár.

MYNDIR FRÁ MÓTINU Á HAMARSVELLI MÁ SJÁ HÉR:

Heimild: www.lek.is 

Höfundur texta að stórum hluta & mynda: Helgi Hólm