Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 4. 2012 | 15:00

Evróputúrinn: Martin Kaymer og Lee Westwood hlakka til Alstom Open de France

Martin Kaymer og Lee Westwood hlakka ti Alstom Open de France mótsins, sem er hluti evrópsku mótaraðarinnar og hefst á morgun á Le Golf National golfvellinum.  Á facebook síðu Westwood er m.a. að finna eftirfarandi mynd af kappanum:

Lee Westwood.

Undir myndinni stendur: „Skemmti mér reglulega í Frakklandi nú í vikunni og hlakka til að mótið hefjist á morgun. Flott málningarvinna á þessari kylfu – eða hvað finnst ykkur?“

Martin Kaymer sigraði á mótinu á Le Golf National vellinum árið 2009 og varð í 4. og 6. sæti næstu ár og ætlar sér að endurtaka leikinn, þ.e. sigra í ár.

„Ef ég á að vera heiðarlegur, þá er, eins og ég hef margoft sagt áður, þetta besti golfvöllurinn sem við spilum á, á árinu vegna þess að hann er bara mjög erfiður og krefst margra mismunandi golfhögga sérstaklega þegar það er hvasst,“ sagði Kaymer, sem enn á eftir að sigra mót í ár.

Heimild: europeantour.com & facebook síða Lee Westwood