Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 13:30

Evróputúrinn: Christian Nilson kominn í forystu snemma á 1. degi Alstom Open de France

Það er Svíinn Christian Nilson sem tekið hefir forystuna á Alstom Open de France, sem hófst á Le Golf National golfvellinum í París í morgun.  Christian spilaði á 65 höggum.  Hann fékk 7 fugla og 1 skolla, en skollinn kom á 9. braut.  Margir eiga eftir að ljúka leik en keppnin er í fullum gangi þegar þetta er skrifað kl. 13:30.

Þeir sem koma næstir eru kylfingar sem spilað hafa á 66 höggum en það eru Ítalinn Matteo Manassero, Englendingurinn Gary Boyd og Thaílendingurinn Thongchai Jaidee.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 1. degi Alstom Open de France SMELLIÐ HÉR: