Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 12:50

GOS: Helgi Hjaltason fór holu í höggi á Meistaramóti GOS

Í gær var fyrsti dagur Meistaramóts GOS hjá 1. flokki og Meistaraflokki.  Leikar eru því hafnir í öllum flokkum og mikil spenna víða.

Helgi Hjaltason gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 3.braut. Hann smellhitti högg með 9 járni beint á holu. Kúlan lenti og rúllaði síðan beint ofan í.

Frábært hjá Helga!!!

Golf 1 óskar Helga innilega til hamingju með draumahöggið!