Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 5. 2012 | 10:30

Yani Tseng gæti náð „Grand Slam“ sigri hún á Opna bandaríska kvennamótinu í þessari viku

Yani Tseng man eftir þegar hún fékk að fara á Opna bandaríska kvenamótið 13 ára  og fékk þá eiginhandaáritanir og frítt snakk. Í þessari viku er hún sjálf meðal keppenda og það sem meira er getur sett met.

Ef hún sigrar gæti hin 23 ára stúlka frá Taíwan orðið sú yngsta á LPGA til þess að ná Grand Slam þ.e. sigri í öllum risamótum kvennagolfsins.  Hún myndi jafnvel slá við aldursmet Tiger, sem var ekki búinn að vinna öll risamót í karlagolfinu fyrr en hann var 24 ára.

Yani Tseng

En eftir 3 sigra á LPGA Tour fyrr á þessu ári þá er Yani að ströggla og það fyrir fyrsta hringinn á hinum krefjandi 6,944-yarda, par-72 golfvelli í Wisconsin. Og Tseng viðurkennir að það að ná Grand Slam-i sé það sem hún stefni að.

„Jú, auðvitað,“ sagði Tseng. „Það er erfitt að hugsa ekki um það, vegna þess að allir eru að tala um það. En eins og ég segi, ég hef ekki áhyggjur af niðurstöðum mínum í þessari viku, Ég ætla bara að skemmta mér.“

Karrie Webb er yngta konan á LPGA til þess að hafa sigrað á öllum risamótum kvennagolfsins, en það gerðist þegar hún sigraði á  LPGA Championship árið 2001, þá 26 ára.

Tiger var 24 ára árið 2000 þegar hann vann Opna breska og varð sá yngsti til þess að ná Grand Slami.

Besti árangur Tseng á Opna bandaríska risamótinu er 10. sætið í Oakmont árið 2010. En besta minning hennar í mótinu er frá því hún var 13 ára áhangandi, þegar hún var hluti lítils hóps ungra kylfinga frá Taíwan, sem fylgdist með Juli Inkster sigra árið 2002. Hún man eftir að hafa fengið eiginhandaáritanir kylfinganna.

„Þegar maður er lítill getur maður líka fengið eina með öllu og gos og frítt inn á mótið,“ sagði Tseng. „Það var svo gaman.“

Tseng sagði að, að nokkru leyti hefði reynsla hennar sem áhangenda sett meiri pressu á hana sem leikmann.

„Á hverju ári sem ég kem hingað á Opna bandaríska finn ég fyrir meiri taugaóstyrk og pressu í þessu móti,“ sagði Tseng. „Þegar ég var 13 var draumur minn að spila á Opna bandaríska. Nú er ég að hugsa um að sigra á Opna bandaríska. Það er mjög stórt skref fyrir mig að hugsa á þennan hátt.“

Þessar hugsanir eru til staðar þrátt fyrir að Yani hafi ekkert verið að spila sérstaklega vel undanfarið.

Hún byrjaði frábærlega á þessu keppnistímabili, vann 3 af fyrstu 8 mótum sínum og var meðal topp-10 í öllum 8 mótunum.

En í síðustu mótum hefir Yani orðið í 12. sæti, 59. sæti og síðan komst hún ekki í gegnum niðurskurð.  Hún hefir ekki verið undir pari í tveimur mótum núna í röð.

Tseng  fannst bara jákvætt að komast ekki í gegnum niðurskurð svona til tilbreytingar.

„Ég held að þetta sé bara gott fyrir mig – þetta gefur mér færi á að taka smá pásu og hvíla mig.“ sagði hún.

Tseng sagði að hún ætti aðallega í vandræðum með andlega þátt leiks síns, sem væri ekki endilega að rekja til sveiflutækni hennar.

„Stundum þegar ég byrja á teig hef ég enn áhyggjur af því hvort boltinn minn fari til hægri eða vinstri,“ sagði hún. „En mér líður vel fyrir þessa viku, reyndar. Mér líður mjög vel. Ég finn friðinn og er þakklát fyrir að spila á Opna bandaríska.“

Aðspurð um hvað henni fyndist um að Tseng hefði verið að strögglega undanfarið sagði Juli Inkster að leikmenn fyndu fyrir meiri pressu nú mun yngri en áður.

„Yani tekur golfleik sinn persónulega,“ sagði Inkster. „Hún vill nú árangri. Hún vill vera sú besta. En þetta er málið með félagssíðurnar nú á dögum. Ég meina, þegar ég vann á US Amateurs á 9. áratugnum frétti fólk af því í næstu viku – í sniglapósti. En nú til dags er fylgst með toppkylfingunum á hverjum degi. Hvort sem það er rétt eða rangt þá er það bara svona. Yani er ung og ég held stundum að erfitt sé að taka þessu.“

En Inkster telur að Tseng muni ráða við þetta allt fyrr en seinna.

„Hún er frábær leikmaður,“ sagði Inkster. „Henni þykir vænt um LPGA. Hún vill gera hlutina rétt. Slæmi leikurinn hennar er líklega 90% betri en flestra annarra stúlkna hérna. Þannig að hún mun standa sig vel. Hún verður bara að fara þarna út, slappa af og spila golfið sitt.“

Þrátt fyrir erfiðleika undanfarið var Tseng spennt að byrja á Opnga bandaríska.

„Þetta er bara yndisleg reynsla þegar maður stígur á 1. teig og þeir kalla nafnið manns, hvaðan maður kemur og hverrar þjóðar maður er,“ sagði hún. „Þetta er allt önnur tilfinning en í öðrum mótum.“

Heimild: New York Times