PGA: Tiger berst við að komast í gegnum niðurskurð á Greenbrier Classic
Tiger Woods kom fram í fyrstu keppni sinni í West Viginia í gær og lauk 1. hring við bestu aðstæður á 71 höggi á Greenbrier Classic og er einn 24 kylfinga sem deilir 88. sæti.
Tiger byrjaði á 10. teig. Hann byrjaði glæsilega fékk fugla á 11. og 12. braut áður en hann fékk skolla á hinni erfiðu 13. braut Old White, en það er 494 yarda par-4 braut.
Fjórtánfaldur risamótsmeistari Tiger fékk síðan 3 pör áður en hann sló teighögg sitt í vatnshindrun hægra megin á 17. braut. Hann lauk þeirri braut á bogey, 7 höggum og síðan fyrri 9 á 37 höggum. Á seinni 9 hjá Tiger (þ.e. fyrri 9 vallarins) spilaði Tiger á 34 höggum.
Tiger er heilum 8 höggum á eftir forystunni, Vijay Singh og í mikilli hættu að komast ekki í gegnum niðurskurð í dag.
„Ég var bara ekki alveg að spila golfið mitt og fannst ég ekki vera með nægan hraða á flötunum,“ útskýrði Tiger. „Þannig að þetta voru mikil viðbrigði frá því að spila á síðustu 3 mótum mínum; ég strögglaði svolítið.“
„Ég verð að vinna svolítið í leik mínum. Ég verð að breyta lestri mínum (á flötunum). Við ætlum að fara þangað pútta svolítið og koma þessu í lag.“
Spennan í kvöld á Greenbrier verður hvort Tiger tekst að koma hlutnum í slíkt lag að hann komist í gegnum niðurskurð.
Heimild: WUP
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024