Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 6. 2012 | 10:45

PGA: Tiger berst við að komast í gegnum niðurskurð á Greenbrier Classic

Tiger Woods kom fram í fyrstu keppni sinni í West Viginia í gær og lauk 1. hring við bestu aðstæður á 71 höggi á Greenbrier Classic og er einn 24 kylfinga sem deilir 88. sæti.

Tiger byrjaði á 10. teig. Hann byrjaði glæsilega fékk fugla á 11. og 12. braut áður en hann fékk skolla á hinni erfiðu 13. braut Old White, en það er 494 yarda par-4 braut.

Fjórtánfaldur risamótsmeistari Tiger fékk síðan 3 pör áður en hann sló teighögg sitt í vatnshindrun hægra megin á 17. braut. Hann lauk þeirri braut á bogey, 7 höggum og síðan fyrri 9  á 37 höggum.   Á seinni 9 hjá Tiger (þ.e. fyrri 9 vallarins) spilaði Tiger á 34 höggum.

Tiger er heilum 8 höggum á eftir forystunni, Vijay Singh og í mikilli hættu að komast ekki í gegnum niðurskurð í dag.

„Ég var bara ekki alveg að spila golfið mitt og fannst ég ekki vera með nægan hraða á flötunum,“ útskýrði Tiger.  „Þannig að þetta voru mikil viðbrigði frá því að spila á síðustu 3 mótum mínum; ég strögglaði svolítið.“

„Ég verð að vinna svolítið í leik mínum. Ég verð að breyta lestri mínum (á flötunum). Við ætlum að fara þangað pútta svolítið og koma þessu í lag.“

Spennan í kvöld á Greenbrier verður hvort Tiger tekst að koma hlutnum í slíkt lag að hann komist í gegnum niðurskurð.

Heimild: WUP