Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 18. 2012 | 18:15

EPD: Stefán Már varð í 12. sæti á Bad Waldsee Classic

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR, luku leik í dag á  Bad Waldsee Classic mótinu, sem er hluti þýsku EPD-mótaraðarinnar.

Stefán Már lék lokahringinn á 3 undir pari, 69 höggum.   Á hringnum góða í dag fékk Stefán Már glæsiörn á 5. braut, 5 fugla og 2 skramba, en spilaði skollalaust! Samtals var Stefán Már á 2 höggum undir pari (73 72 69) þ.e. bætti sig með hverjum degi. Stefán Már deildi 12. sætinu með 5 öðrum kylfingum og fær u.þ.b. 90.000 íslenskar krónur í verðlaunafé.

Þórður Rafn spilaði lokahringinn á 82 höggum og var langt frá sínu besta. Hann var samtals á 13 yfir pari (74 73 82) og sker síðasti hringurinn sig úr annars ágætri byrjun hjá honum.  Þórður Rafn deildi 45. sætinu með 2 öðrum kylfingum.

Í efsta sæti varð Frakkinn David Antonelli, sem var á samtals 7 undir pari.  Aðeins 4 högg skildu þá Stefán Má!

Til þess að sjá úrslitin í Bad Waldsee Classic mótinu  SMELLIÐ HÉR: