Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 20:15

Vandræði stjarnanna á Opna breska

Það eru allir kylfingar, sem lenda í vandræðum í golfi einhvern tímann og þar eru golfstjörnurnar, bestu kylfingar heims, sem eru að spila á risamótum engin undantekning.  Þeir lenda líka, eins og við í aðstæðum, sem eru vandræðalegar eða óvenjulegar. T.d. í dag lenti t.a.m. Ástralinn Aaron Townsend í brautarglompu og ákvað að nota pútter til þess að koma sér frá kanti glompunnar því hann náði ekki almennilegri sveiflu með neinni annarri kylfu. Hljómar þetta kunnuglega? Lee Westwood notaði ekki pútter í glompunni sem hann lenti í en þar sem hann gat ekki slegið rétthent sneri hann fleygjárni sínu við og sló örvhent.  Hann var hvorki ánægður með höggin 73 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 17:50

Það sem Sergio Garcia klæðist mótsdagana 4 á Opna breska

Flestir bestu kylfingar heims eru með stóra styrktarsamninga við stærstu íþróttavöruframleiðendurna, stundum fleiri en 1.  Eitt þekktasta merkið í golfinu er e.t.v. Nike sem Tiger auglýsir fyrir. Eða þá Puma, sem Rickie Fowler hefir verið duglegur að auglýsa og er nú orðið eitt af þekktara merkjunum á golfvellinum, í skærum, skræpóttum litum: gulum, appelsínugulum, eplagrænum aqua marín bláum lit eða skærbleiku. Sergio Garcia er á samningi hjá TaylorMade og Adidas og það er Adidas sem sér til þess að kappinn sé alltaf klæddur skv. nýjustu golffatatísku. Þegar stórmót eins og Opna breska er í gangi er tilvalið að auglýsa nýjustu línurnar og er löngu fyrirfram ákveðið hverju viðkomandi kylfingur klæðist. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 17:30

Mikið um að vera í íslensku golfi um helgina

Þrjú stór mót fara fram á vegum Golfsambands Íslands um helgina og er samanlagður fjöldi keppenda um 400. Íslandsmót unglinga í höggleik fer fram á Kiðjabergsvelli og eru þar 150 kylfingar sem taka þátt í mótinu. Leiknir verða þrír hringir og hefst mótið á morgun og lýkur á sunnudag. Leikið verður á Áskorendamótaröðinni á Svarfhólsvelli á Selfossi og eru þar um 100 kylfingar skráðir til leiks. Í Vestmannaeyjum fer fram Íslandsmót kylfinga 35 ára og eldri. Um 150 kylfingar eru þar skráðir til leiks og keppa um Íslandsmeistaratitilinn í nokkrum flokkum. Hægt er að fylgjast með gangi mála í öllum mótum í mótaskrá á golf.is. Heimild: GSÍ

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 17:00

Tiger ánægður með 1. hring sinn á Opna breska

Tiger Woods var ekki lengi að koma sér í forystu á Opna breska með fugli af 3 metra færi á par-3, 1. brautinni. Hann bætti við 3 fuglum í viðbót á næstu 6 holum og var á 30 höggum fyrri 9. Síðan var bara eins og hann gengi á vegg.  Aðallega voru það púttin sem ekki voru að detta. Hann átti hvert fuglapúttið á fætur öðru en ekkert datt. Tiger lauk hringnum með 8 pörum og 1 skolla á seinni 9 og lauk hringnum með 10 tvípúttum í röð. En þrátt fyrir allt var Tiger í góðu skapi og ánægður með hring upp á 67 högg. Þetta er í 5. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 15:15

Síðasti maður á 1. hring Opna breska – Ashley Hall frá Ástralíu – var að fara út

Þetta er í 1. sinn sem Ashley Hall frá Ástralíu tekur þátt í Opna breska. Hann fékk þann heiður að fara síðastur út, nú rétt í þessu (15:15); en búið er að vera að ræsa í 9 1/2 tíma. Þá er búið að ræsa alla 156 keppendur þessa 141. Opna breska – sem er svolítill munur frá því að 1. Opna breska var haldið en þá voru þátttakendur í Prestwick Golf Club, 1860 aðeins 8… og ekkert verðlaunafé ….. annað en í dag! Man nokkur hver vann 1. Opna breska? Jú, það var Willie Park eldri (sjá umfjöllun Golf 1 um hann með því að SMELLA HÉR ) sem vann þann Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 15:00

Robert Rock í hættu að komast ekki í gegnum niðurskurð á Opna breska

Robert Rock átti arfaslakan dag í dag og þetta er versta byrjun á nokkru Opnu bresku risamóti sem hann hefir tekið þátt í, en hann hefir alls spilað í 5 Opnum breskum og þetta er það sjötta. Fyrir 2 árum á St. Andrews varð Rock í 7. sæti. Í dag kom hann í hús á 8 yfir pari, 78 höggum í Royal Lytham & St Annes og aðeins Michael Hoey, sem leikið hefir verr en Rock, þ.e. á 9 yfir pari. Eitthvað var „Kletturinn“ ekki í fuglagírnum í dag en aðeins 1 fugl var á skorkorti hans á par-3, 9. brautinni.  Annað var svartara: þ.e. 3 skrambar (á 1., 3. og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 14:30

„Little talks“ með Of Monsters and Men spilað við lýsingu BBC á Opna breska

Við Íslendingar höfum allt frá dögum Víkinganna skemmt nágrannaþjóðum okkar með hljófæraleik og ljóða (texta)gerð, enda hefir land og þjóð alla tíð verið í skapandi fasa. Það var gaman að heyra accoustic útfærslu lags íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men, sem aldeilis er að gera garðinn frægann um allan heim í útsendingu BBC frá Opna breska.  Lagið var leikið undir í samantekt BBC á frammistöðu kylfinga, sem fóru út fyrir hádegi þennan 1. dag risamóts allra risamóta, Opna breska. Ekki hægt að horfa á þýska fréttaþætti eða vera á göngu í miðborg Delhi á Indlandi án þess að heyra lagið hressa „Little talks!“ Frábært að eiga svona lítil útrásarskrímsli aftur… Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 13:45

Adam Scott leiðir á Opna breska snemma á 1. degi – Jafnaði vallarmet Royal Lytham með 64

Það er Ástralinn Adam Scott með Steve Williams á pokanum, sem leiðir snemma dags á Opna breska á Royal Lytham & St. Annes.  Scott jafnaði vallarmetið á Royal Lytham þegar hann kom í hús eftir  hringinn á 6 undir pari, 64 höggum. Hann átti góða möguleika á að slá vallarmetið en Adam fékk skolla bæði á par-4 3. brautina og slysalegan skolla á 18. braut.  Að öðru leyti fékk Adam Scott 8 fugla í dag, 3 á fyrri 9 (4.; 6. og 7. braut) og 5 á seinni 9 (3 fugla í röð á 11.-13. braut og síðan líka á 15. og 16.) Nú eftir hádegi eru margir af og heimsins Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnfinna Björnsdóttir – 19. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Arnfinna Björnsdóttir. Arnfinna eða Abbý eins og hún er alltaf kölluð er fædd 19. júlí 1942 og á því 70 ára stórafmæli í dag!!  Abbý býr á Siglufirði. INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ STÓRAFMÆLIÐ ABBÝ!!! Komast má á heimasíðu Arnfinnu til þess að óska henni  til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Arnfinna Björnsdóttir (70 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sighvatur Blöndahl Frank Cassata (58 ára) Signhild Birna Borgþórsdóttir (49 ára) Einhleypir Síða Fyrir Ykkur Golf 1 óskar  kylfingum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 07:30

Opna breska hófst í svolítilli rigningu

Opna breska, sem í ár fer fram í 141. sinn, hófst kl. 6:30 að breskum tíma (5:30 að íslenskum) nú í morgun með löngu fuglapútti James Driscoll. Barry Lane sló opnunarhöggið með 5-járni og setti boltann 45 fet (13,7 metra) frá par-3, 1. holunni á Royal Lytham & St. Annes. Hann þrípúttaði síðan og fékk skolla.  Driscoll, tiltölulega óþekktur Bandaríkjamaður, sem er að spila á Opna breska í 2. sinn, setti niður  50 feta (15,24 metra) fuglapútt á flötinni. Lágskýjað er og rigningarúði en búist er við þurrara veðri með deginum og eftir því sem líður að helginni. Lee Westwood og Tiger Woods, sem eru meðal þeirra, sem mest er veðjað á Lesa meira