Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 19. 2012 | 06:30

Robert Karlsson tekur ekki þátt í Opna breska

Fyrrum kylfingur nr. 1 í Evrópu, Robert Karlsson hefir dregið sig út úr Opna breska.

„Ég hef þróað með mér slæma ávana í leik mínum og vanaferli, sem ég verð að taka á. Ég ætla að taka mér nokkurra vikna frí,“ sagði Svíinn 42 ára á Twitter.

Það er enginn sem kemur í stað Robert Karlsson á Opna breska í ár, en 156 kylfingar taka þátt í mótinu – það eina sem brotthvarf hans úr mótinu bar með sér er að gera þurfti nokkrar breytingar á síðustu stundu á rástímum.

Fyrsti hópurinn fór út kl. 6:30 að enskum tíma (þ.e. fyrir nákvæmlega klukkustund síðan) í staðinn fyrir 6:19; en það voru Garth Mulroy frá Suður-Afríku, Barry Lane frá Englandi og Bandaríkjamaðurinn James Driscoll, sem riðu á vaðið.

Englendingurinn Richard Finch, sem átti að vera í tveggja manna holli er nú í holli með Bandaríkjamanninum Mark Wilson og  Suður-Afríkumanninum, Branden Grace („Amazing Grace“).

Robert Karlsson, sem spilaði í fyrsta sinn á Opna breska 1989, hefir átt slöku gengi að fagna á 3. risamóti keppnistímabilsins ár hvert- hann hefir misst af niðurskurði 10 sinnum og aðeins tvisvar verið meðal 10 efstu.

Loks hefir Karlsson, sem býr í Norður Karólínu í Bandaríkjunum, átt í erfiðleikum í ár bæði á PGA og evrópsku mótaröðinni, en besti árangur hans, það sem af er ársins, er 12. sætið á Volvo Golf Champions í Suður-Afríku, í janúar s.l.