Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 12:15

GKJ: 10 ára strákur Finnbogi Steingrímsson fór holu í höggi á Opna fjölskyldumótinu

Feðgarnir Steingrímur Walterson, GKJ og Finnbogi Steingrímsson, GKJ, voru þátttakendur í Opna fjölskyldumótinu hjá GKJ í gær, 19. júlí 2012.

Finnbogi, sem aðeins er 10 ára fór holu í höggi á 15. braut Hlíðavallar!

Höggið góða sló Finnbogi með 7-járni.  Hann hefir æft golf í 3 ár og er þegar kominn með 20,2 í forgjöf.

Finnbogi veit það kannski ekki en margir góðir kylfingar eru fæddir á afmælisdegi hans, m.a. Rickie Fowler.

Golf 1 óskar Finnboga innilega til hamingju með draumahöggið!

Hér að lokum eru helstu úrslit í Opna fjölskyldumótinu: 

1. sæti – Kristófer Karl og Karl Emilsson 61 högg.
2. sæti – Elís Rúnar og Elís Víglundsson 62 högg.
3. sæti – Davíð Gunnlaugsson og Gunnlaugur Júlíusson 62 högg.

Nándarverðlaun: 
1. braut – Karl Emilsson 0,69 m.
9. braut – Guðni Valur Guðnason.
12. braut – Kári Örn Hinriksson.
15. braut – Finnbogi Steingrímsson 0 cm.

Lengsta teighögg á 2. braut:
Heiða Guðnadóttir.