Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 18:20

Tiger á samtals 6 undir pari eftir 2. dag á Opna breska

Tiger Woods var að ljúka leik á 2. degi Opna breska nú rétt í þessu.  Í dag var Tiger aftur á 3 undir pari, 67 höggum, skipti fuglunum jafnt fékk 2 á fyrri 9 og 2 á seinni 9 og algerlega „óþarfa“ skolla á par-5, 11. brautinni.  Þar fór hann úr einum „óleikhæfa“ karganum, í annan, í teighöggi sínu og 2. höggi, en leysti vel úr því.  Það er hrein unun að horfa á Tiger spila!

Samtals er Tiger á 6 undir pari eftir 2 daga, á samtals 134 höggum (67 67)  – ekkert nema stöðugleikinn uppmálaður og aðeins Brandt Snedeker og Adam Scott (á 10 og 9 undir pari) sem eru á undan honum.  Það getur því allt gerst um helgina.  Skyldi 15. risamótstitill Tigers vera skammt undan?

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Opna breska SMELLIÐ HÉR: