Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 13:00

Sá á fund sem finnur – Hótel Saga 50 ára!

Í tilefni af 50 ára afmæli Hótel Sögu hafa þeir á Hótel Sögu komið fyrir sérmerktum golfboltum á golfvöllum um allt land. Ef heppnin er með þér og þú finnur golfbolta merktan Hótel Sögu, bíður þín frábær vinningur á Hótel Sögu.

Það er til mikils að vinna, rómantískur pakki á Hótel Sögu, út að borða í Grillinu, Brunch í Skrúð og margt fleira.

Það eina sem þarf að gera er að hafa samband við Hótel Sögu og framvísa golfboltanum gegn gjafabréfi.

Gjafabréfið gildir út afmælisárið 2012.

Svona merkingu verður Hótel Sögu boltinn að hafa til þess að hafa unnið til neðangreindra vinninga!