Bandaríski kylfingurinn Brandt Snedeker
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 15:15

Brandt Snedeker leiðir snemma dags á 2. degi Opna breska

Bandaríski kylfingurinn viðkunnanlegi,  Brandt Snedeker, sem m.a. komst í fréttirnar í heimsgolfpressunni vegna albatrossins frábæra, sem hann fékk á æfingahring fyrir Opna breska á Royal Lytham & St. Anne´s golfvellinum, s.l. miðvikudag (18/7 2012)  leiðir snemma dags á 2. hring Opna breska.

Samtals er Snedeker búinn að spila á 10 undir pari, 130 höggum (66 64).  Hringurinn í dag var sérlega glæsilegur hjá Snedeker, 6 undir pari, líkt og hjá Adam Scott í gær.  Báða dagana hefir ekkert verið á skorkorti Snedeker nema fuglar og pör, skollar og þaðan af verra ekki til hjá honum!  Í dag fékk Snededer aftur 6 fugla (á 1,; 6., 7. og 9 á fyrri 9 og á 11. og 12. braut á seinni 9).

Margir eiga eftir að koma inn, þ.á.m. frábærir kylfingar á borð við forystumann gærdagsins Adam Scott og Tiger Woods, sem eru að raða inn fuglum í þessum skrifuðu orðum.

Nr. 1 í heiminum, Luke Donald bætti sig aðeins frá gærdeginum, spilaði á 2 undir pari, 68 höggum í dag og er samtals búinn að spila á 138 höggum (70 68) og meðal topp-10 sem stendur.

Einn þeirra, sem ekki átti sérstakan hring í dag var nr. 2 á heimslistanum: Rory McIlroy. Hann var á 75 höggum í dag og er samtals á 142 höggum eða 2 yfir pari og búist er við að hann rétt komist í gegnum niðurskurð.  Í viðtali eftir hringinn sagði hann m.a.:

„Þetta var ekki það sem ég hafði vonast eftir. Ég var ekki að dræva vel og hitti brautirnar ekki.“  „Blautur sandurinn bætti ekki úr skák og það gerði leikinn svolítið erfiðari, en ég hefði s.s. ekkert átt að vera í þeim (þ.e. glompunum)!“

Rory ætlar að reyna ná eins mörgum höggum aftur og hann getur á morgun (að því gefnu að hann komist í gegnum niðurskurð), en hann er 12 höggum á eftir núverandi forystumanni Opna, Brandt Snedeker.

Til þess að fylgjast með stöðunni á 2. degi Opna breska SMELLIÐ HÉR: