Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 20. 2012 | 14:45

GKB: Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í Kiðjabergi í dag

Íslandsmót unglinga í höggleik hófst í blíðskapar veðri á Kiðjabergsvelli í morgun. Byrjað var að ræsa út keppendur klukkan 07:30 í morgun og verður ræst út til klukkan 14:30 í dag. Fjöldi keppenda í mótinu eru 147 og komust færri að en vildu. Völlurinn er í frábæru ástandi, líklega ekki verið betri í sumar. Í nótt rigndi töluvert og eru flatirnar því mjög góðar og taka vel við boltanum.

Eins og áður segir leikur veðrið við keppendur, skýjað, logn og þurrt og hitastig í kringum 17 gráður. Aðstæður eru því eins og best verður á kosið og má búast við góðu skori í dag. Ræst er út bæði af 1. og 10. teig.

Keppendur dásama völlinn og veðrið, en veðurspáin er ágæt fyrir morgundaginn, en hins vegar er spáð roki og rigning á sunnudaginn.

Golf 1 verður með úrslitafrétt af 1. degi á 4. móti Unglingamótaraðar Arion banka (Íslandsmóti unglinga í höggleik) seinna í kvöld.

Heimild: GKB