Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2012 | 22:30

PGA: Robert Garrigus einn í forystu fyrir lokahring RBC Canadian Open

Það er Bandaríkjamaðurinn Robert Garrigus sem leiðir eftir 3. hring RBC Canadian Open. Samtals er Garrigus búinn að spila á samtals 16 undir pari,  194 höggum (64 66 64).  Garrigus tók forystuna í dag með ekkert verra á skorkortinu en par, en auk þess fékk hann glæsiörn á 4. holu Hamilton golfvallarins í Ontario og 4 fugla.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Garrigus er forystumaður 2. hrings, William McGirt. Hann hefir spilað á 15 undir pari, 195 höggum (63 66 66).  Annar forystumaður eftir 2. hring er Scott Piercy en hann er í 3. sæti nú enn öðru höggi á eftir Garrigus þ.e. 2 höggum á eftir Garrigus, hefir spilað á 14 undir pari 196 höggum (62 67 67).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á RBC Canadian Open SMELLIÐ HÉR: 

Eitt af bestu höggum dagsins var eflaust örn Kisners, SMELLIÐ HÉR: