Lið Íslands lauk keppni í 22. sæti á European Young Masters
Keppni í European Young Masters mótinu lauk í dag. Lið Íslands varð í 22. sæti af 26 þjóðum, sem þátt tóku. Aron Snær Júlíusson, GKG, lék á samtals 238 höggum (79 79 80) og varð í 33. sæti og Egill Gunnar Ragnarsson, GKG lauk keppni á samtals 252 höggum (83 86 83) og varð í 45. sæti. Í flokki drengja undir 16 ára sigraði Renato Paratore frá Ítalíu á samtals 209 höggum (67 69 73). Sara Margrét Hinriksdóttir, GK, spilaði á samtals 247 höggum (83 82 80), bætti sig með hverjum hring og varð í 33. sæti. Gunnhildur deildi 50. sætinu með Dominiku Gradeku frá Póllandi og spilaði á 275 Lesa meira
LPGA: Stacy Lewis og Inbee Park í forystu fyrir lokahring Evian Masters
Það eru Stacy Lewis frá Bandaríkjunum og Inbee Park frá Suður- Kóreu, sem leiða fyrir lokahring risamótsins verðandi, Evian Masters. Báðar eru þær búnar að spila á 11 undir pari, 205 höggum; Lewis (63 69 73) og Park (71 64 70). Þriðja sætinu deila þær Hyo Joo Kim frá Suður-Kóreu, Karrie Webb, frá Ástralíu og bandaríski kylfingurinn Natalie Gulbis, en sú síðastnefnda hefir ekki sést lengi í forystusæti. Allar eru þær á 10 undir pari, 206 höggum; Kim (69 68 69); Webb (70 69 67) og Gulbis (69 69 68). Ein í 6. sæti er Cristie Kerr á 9 undir pari, 207 höggum (71 69 67). Til þess að sjá Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Rúnar Arnórsson og Haraldur Franklín Magnús eru í forystu fyrir lokarhringinn á 5 undir pari
Haraldur Franklín Magnús, GR, átti sannkallaðan snilldarhring upp á 6 undir pari, 64 höggum, í dag. Hann var á besta skori allra og besta skorinu í mótinu til þessa. Haraldur Franklín fékk m.a. 2 erni á hringnum (og það á flugbrautinni!!! og 17. brautinni). Jafnframt fékk Haraldur 5 fugla (á 4.; 9.; 10.; 15. og 18. braut) og 3 skolla (á 6.; 11. og 13. braut). Einstakur glæsihringur hjá núverandi klúbbmeistara GR og Íslandsmeistaranum okkar í holukeppni!!! Rúnar Arnórsson, GK, var nú rétt í þessu að ljúka 3. hring á Íslandsmótinu í höggleik. Rúnar er samtals búinn að spila á 5 undir pari 205 höggum, líkt og Haraldur en á Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Valdís Þóra leiðir fyrir lokahringinn
Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem leiðir eftir 3. dag Íslandsmótsins í höggleik. Valdís Þóra lék á 2 yfir pari í dag 72 höggum. Hún fékk 5 skolla (2., 4., 11., 13. og 15. braut) og 3 fugla (á 10., 12. og 16. braut). Samtals er Valdís Þóra búin að fá 9 fugla, 30 pör og 13 skolla og 2 skramba eftir 3 hringi. Samtals hefir Valdís Þóra leikið á 8 yfir pari (71 75 72). Á hæla Valdísar er Tinna Jóhannsdóttir, GK, sem er aðeins 1 höggi á eftir. Tinna er búin að spila á samtals 9 yfir pari (76 73 70) og átti sinn besta hring í Lesa meira
Evróputúrinn: Bernd Wiesberger er sigurvegari á Lyoness Open
Það er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger, sem sigraði á Lyoness Opení Atzenbrügg í Diamond CC. „Heimamaðurinn“ (Wiesberger) átti glæsilegan lokahring, sem forystumaður allra 3 daganna á undan, Daninn Thorbjörn Olesen, átti ekkert svar við. Wiesberger kom inn á 65 höggum, fékk 8 fugla og 1 skolla. Samtals lék Wiesberger á 269 höggum (71 66 67 66) „Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði Wiesberger eftir hringinn. „Það virðist sem allt hafi farið eins og ég ætlaði mér sérstaklega á síðustu 2 holunum. Það voru frábært land og frábærir landar sem hvöttu mig áfram. Ég er mjög stoltur af því að vera að feta í fótspor Brier (innskot: besti kylfingur Austurríkismanna í langan Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Rúnar leiðir eftir 6. holu 3. hrings
Rúnar Arnórsson,GK, er með flugeldasýningur á fyrstu 6 holum 3. dags Íslandsmótsins í höggleik. Hann er búinn að fá 4 fugla á fyrstu 6 holurnar (þ.e. á 1.; 2.; 4. og 5. holu). Glæsilegt!…. í einu orði!!! Til þess að sjá stöðuna á 3. hring Íslandsmótsins í höggleik SMELLIÐ HÉR:
Íslandsmótið í höggleik – Myndasería frá 2. degi
Eftir æsispennandi 2. dag Íslandsmótsins í höggleik eru það Sigmundur Einar Másson, GKG sem leiðir í karlaflokki. Í kvennaflokki deila hin unga 17 ára Anna Sólveig Snorradóttir, GK og Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL forystunni. Það stefnir í æsispennandi helgi og um að gera að keyra til Hellu og fylgjast með! Hér má sjá myndaseríu frá 2. degi Íslandsmótsins í höggleik SMELLIÐ HÉR:
Eimskipsmótaröðin (4) – Íslandsmótið í höggleik hjá GHR – myndir frá 2. degi – 27. júlí 2012
Íslandsmótið í höggleik: Bergur Rúnar Björnsson frá Ólafsfirði lauk keppni í gær
Á Íslandsmótinu í höggleik taka þátt allir af bestu kylfingum Íslands. Það skemmtilega við mótið er að kylfingarnir koma allsstaðar af landinu. Meðal þeirra sem þátt tóku í ár var Bergur Rúnar Björnsson, GÓ, frá Ólafsfirði. Hann komst því miður ekki í gegnum niðurskurð varð í 105. sæti. Hann var einn af 54 þáttakendum mótsins, sem ekki komust í gegnum niðurskurð, en skorið var niður í dag. Einungis 78 af 123 í karlaflokki komust áfram og 18 af 27 í kvennaflokki. Golf 1 tók örstutt viðtal við Berg Rúnar: Golf 1: Hvað var það sem gekk ekki upp hjá þér að þessu sinni? Bergur Rúnar: Ég var einfaldlega að spila Lesa meira
Íslandsmótið í höggleik: Sigmundur Einar Másson í forystu þegar Íslandsmótið er hálfnað
Það eru miklar sviptingar á Íslandsmótinu í höggleik. Nú þegar það er hálfnað er það Sigmundur Einar Másson, GKG, sem er í forystu er búinn að spila á samtals 3 undir pari, samtals 137 höggum (68 69). Sigmundur fékk 3 fugla (4., 10. og 15. braut) og 2 skolla (á 5. og 6. braut). Í 2. sæti er Kristinn Óskarsson, GS, úr Keflavík, á 2 undir pari 138 höggum (69 69). Í 3. sæti er síðan forystumaður gærdagsins, Rúnar Arnórsson, GK á samtals 1 undir pari, en Rúnar lék á 73 höggum í dag; fékk 4 skolla og 1 fugl á 12. braut. Axel Bóasson, GK, núverandi Íslandsmeistari í höggleik, Lesa meira








