Haraldur Franklín Magnús, GR (left) with his father and kaddy Kristján Franklín Magnús. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2012 | 20:25

Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín setti niður 15 metra pútt á flugbrautinni! – Viðtal

Þeir sem leiða fyrir lokahring Íslandsmótsins í höggleik eru þeir Rúnar Arnórsson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR.  Haraldur Franklín var á besta skori mótsins í dag og tók Golf 1 örstutt viðtal Við Harald eftir 3. hring:

Golf1: Til hamingju með höggin 64 – besta skor keppninnar!

Haraldur: Takk fyrir það.

Golf 1: Hvernig er tilfinningin eftir daginn í dag?

Haraldur: Bara mjög góð og ég er spenntur fyrir morgundeginum.

Golf 1: Nú fékkst þú 2 erni á hringnum í dag, á 3. braut („flugbrautinni“) og 17. braut. Geturðu aðeins talað um þá?

Haraldur: Þriðja brautin („flugbrautin“) er hörð og boltinn rúllaði endalaust eftir teighögg, sem ég hitti ágætlega. Annað höggið hins vegar smellhitti ég með 3-tré og boltinn lenti fyrir framan flötina og þaðan púttaði ég svona 15 metra og boltinn datt.  Á 17. notaði ég 9-járn í mótvindi í aðhögginu og boltinn lenti hægra megin og skoppaði ofan af brekkuna og niður á flöt. Þaðan setti ég í.

Golf 1: Hvert er planið fyrir morgundaginn?

Haraldur: Að vinna!

Golf 1: Takk fyrir viðtalið og gangi þér vel á morgun!