Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2012 | 21:52

Íslandsmótið í höggleik – Rúnar Arnórsson: „Ætla að njóta þess að spila á morgun“

Rúnar Arnórsson, GK, er í forsytu eftir 1. dag ásamt Haraldi Franklín Magnús úr GR á Íslandsmótinu í höggleik 2012. Báðir eru á 5 undir pari. Golf 1 tók örstutt viðtal við Rúnar eftir hringinn í dag:

Golf 1: Sjö fuglar í dag hvernig er tilfinningin eftir daginn?

Rúnar: Mjög fín. Þetta gekk vel mestmegnis og var mjög þægilegt.

Golf 1: Var eitthvað sem þú hefðir vilja gera betur?

Rúnar: Það skemmtilega við golfið er nú það að það er eiginlega sama hversu vel gengur, það má alltaf gera betur og alltaf einhver högg sem maður vill slá aftur. Ég hefði viljað taka aftur skrambann á 8. holu. Ég átti lélegt upphafshögg og kom mér í vandræði með að vera að slá á stöngina.

Golf 1: Hvernig fannst þér völlurinn í dag?

Rúnar: Brautirnar eru að verða harðari og maður þarf að spá í hvar maður vill vera þ.e. hvernig á að staðsetja sig. Helst vill maður eiga upp í móti pútt og vera á móti vindi.

Golf 1: Hvert er planið á morgun?

Rúnar: Að fara út og njóta þess að spila.