Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 16:00

Íslandsmótið í höggleik: Tinna og Valdís Þóra jafnar þegar 3 holur eru eftir!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var komin í forystu þegar á 12. holu og hefir haldið henni nú þegar lokaholl kvennflokks á Íslandsmótinu í höggleik er komið á 15. holu og aðeins eftir að spila 3 holur.

Valdís Þóra er búin að fá 3 skolla (á 1., 3. og 6. braut)  og 2 fugla (á par-4 7. brautina  og par-3 13. brautina!!) Hún var hins vegar að fá slæman skramba á par-5, 15. brautina 7 högg og er því á samtals 11 undir pari, eftir 15. spilaðar holur á lokahringnum.

Tinna Jóhannsdóttur, GK, hefir tekist að jafna við Valdísi Þóru, er sem fyrr á samtals 11 yfir pari.  Tinna er búin að fá 3 skolla (á 2., 7. og 8. braut) og 1 fugl á 1. braut.

Anna Sólveig Snorradóttir, GK, er búin að eiga svartan kafla frá því á 9. braut og hefir varla litið til sólar, er búin að tapa 4 höggum með skolla og skramba (á 10. og 11. braut Strandarvallar – hmmm!!! þar sem eiginlega er skylda að fá a.m.k. par) og svo öðrum skolla á 14. braut. Hún er nú á samtals 13 yfir pari þegar eftir er að spila 3 holur, 2 höggum á eftir þeim Tinnu og Valdísi Þóru.

Eftir 15. holur er Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, búin að mjaka sér upp í 4. sætið, hefir spilað á samtals 15 yfir pari og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er höggi á eftir í 5. sæti, á samtals 16 yfir pari.

Til þess að fylgjast með æsispennandi keppni á lokaholunum 3 í kvennaflokki SMELLIÐ HÉR: