Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 17:30

Íslandsmótið í höggleik: Rúnar leiðir þegar 3 holur eru eftir

Rúnar Arnórsson, GK,  er kominn í forystu á 7 undir par, þegar eftir á að spila 3 holur á Íslandsmótinu í höggleik.  Honum tókst að fá fugl á par-3 13. brautina.

Haraldur Franklín hefir aðeins fengið 1 fugl á 15 holum en hefir spilað fallegt og jafnt golf á hinar 14 holurnar þar sem hann hefir fengið par.  Hann er því samtals á 6 undir pari.

Þórður Rafn Gissurarson hefir raðað inn fuglunum. Nú á síðustu holum fékk hann góða fugla á 13. og 14. braut. og er nú á samtals 4 undir pari, aðeins 2 höggum á eftir Haraldi og 3 á eftir Rúnari.

Fylgjast má með æsispennandi keppninni á Íslandsmótinu í höggleik með því að SMELLA HÉR: