Bergsteinn Hjörleifsson, nýendurkjörinn formaður GK, við 17. braut TPC Sawgrass golfvallarins. Mynd: Í einkaeigu.
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Bergsteinn Hjörleifsson, formaður Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði. Bergsteinn er fæddur 30. júlí 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Hann hefir verið formaður Golfklúbbsins Keilis óslitið frá árinu 2004. Fjölskylda Bergsteins er mikið í golfi m.a. bróðir hans Magnús og sonur Bergsteins, Hjörleifur, sem hefir verið frá keppni í ár vegna meiðsla. Sjálfur hefir Bergsteinn tekið þátt í fjölda opinna móta með góðum árangri auk þess sem hann var duglegur að draga fyrir son sinn á Eimskipsmótaröðinni, síðast í fyrra.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Graeme McDowell 30. júlí 1979  (33 ára);  Justin Rose, 30. júlí 1980 (32 ára);  Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (24 ára);  Louise Larsson, 30. júlí 1990 (22 ára)  ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum  til hamingju með stórafmælið sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is