Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 16:55

Íslandsmótið í höggleik: Valdís Þóra Jónsdóttir Íslandsmeistari í höggleik 2012!!!

Það er Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, sem er nýr Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012!

Valdís Þóra spilaði á samtals 13 yfir pari, 293 höggum (71 75 72 75), en það er sigurskorið í ár!!!

Þetta er grátlegt fyrir Önnu Sólveigu Snorradóttur, GK, sem hafði 1 höggs forystu á þær Valdísi og Tinnu þegar bara átti eftir að leika 1 holu, þá 18. Hún fékk slæman skramba á holuna og lauk keppni á 14 yfir pari, 294 höggum (72 74 74 74), 1 höggi á eftir Valdísi Þóru.

Tinna Jóhannsdóttir, GK, var jöfn Valdísi fyrir 18. holuna en fékk slæman skolla, líkt og á tveimur holum þar á undan. Hún lauk keppni jöfn Önnu Sólveigu í 2. sæti á 294 höggum (73 76 70 75).

Í 4. sæti varð Íslandsmeistarinn okkar í flokki 17-18 ára, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK,  á 16 yfir pari, 296 höggum (76 75 74 71) en leikur hennar fór sífellt batnandi eftir því sem leið á mótið og hún var á besta skori dagsins í kvennaflokki 1 yfir pari, 71 höggi!

Í 5. sæti var síðan Íslandsmeistarinn í höggleik 2011, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, á samtals 17 yfir pari, 297 höggum (77 76 70 74).

Hér eru úrslitin á Íslandsmótinu í höggleik kvenna 2012:

Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Dagar Alls
Hola F9 S9 Alls Mismunur D1 D2 D3 D4 Alls Mismunur
1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 1 F 37 38 75 5 71 75 72 75 293 13
2 Anna Sólveig Snorradóttir GK 4 F 34 40 74 4 72 74 74 74 294 14
3 Tinna Jóhannsdóttir GK 0 F 37 38 75 5 73 76 70 75 294 14
4 Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 0 F 35 36 71 1 76 75 74 71 296 16
5 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 0 F 35 39 74 4 77 76 70 74 297 17
6 Signý Arnórsdóttir GK 2 F 39 37 76 6 74 81 71 76 302 22
7 Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 3 F 34 38 72 2 74 74 83 72 303 23
8 Guðrún Pétursdóttir GR 4 F 38 38 76 6 72 79 76 76 303 23
9 Ragnhildur Sigurðardóttir GR 2 F 38 38 76 6 75 74 80 76 305 25
10 Karen Guðnadóttir GS 5 F 38 38 76 6 78 79 72 76 305 25
11 Sunna Víðisdóttir GR 1 F 38 39 77 7 73 76 79 77 305 25
12 Heiða Guðnadóttir GKJ 5 F 35 39 74 4 79 76 77 74 306 26
13 Berglind Björnsdóttir GR 2 F 36 36 72 2 82 79 75 72 308 28
14 Ragnhildur Kristinsdóttir GR 5 F 38 38 76 6 75 75 83 76 309 29
15 Ingunn Einarsdóttir GKG 5 F 37 40 77 7 78 76 78 77 309 29
16 Ragna Björk Ólafsdóttir GKG 3 F 38 38 76 6 82 79 76 76 313 33
17 Ingunn Gunnarsdóttir GKG 3 F 39 37 76 6 79 81 82 76 318 38
18 Hildur Kristín Þorvarðardóttir GR 6 F 42 40 82 12 82 77 81 82 322 42