Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 29. 2012 | 17:07

Íslandsmótið í höggleik: Haraldur Franklín og Rúnar enn jafnir eftir 12 holur

Það er allt óbreytt að loknum 12 holum.  Haraldur Franklín og Rúnar eru báðir á 6 undir pari og allt í stáli.  Eina breytingin frá leiknum á 9. holu er að Þórður Rafn Gissurarson missti högg á par-3 11. brautinni og er aftur kominn í 2 undir pari.  Annars er allt við það sama hjá þeim efstu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er sem stendur á einu besta skori dagsins 3 undir pari en þannig er staðan hjá honum þegar 2 holum er ólokið.

Til að sjá stöðuna SMELLIÐ HÉR: