Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 31. 2012 | 07:00

GB: Þórdís Geirs og Sigrún Sigurðardóttir sigruðu í Gullhamrinum – Guðrún Björg fór holu í höggi!


Gullhamarinn, árvisst kvennamót Golfklúbbs Borgarness var haldið s.l. sunnudag, 29. júlí 2012. Leikinn var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Verðlaunin í mótinu voru að venju glæsileg og má segja að engin hafi fari tómhent heim.

Þórdís Geirsdóttir, GK. Mynd: Golf 1

Sigurvegarar í mótinu voru þær Þórdís Geirsdóttir, GK, sem vann höggleikinn, átti lengsta teighöggið og hlaut jafnframt nándarverðlaun á 4. braut og nýkrýndur klúbbmeistari kvenna í Golfklúbbi Álftaness 2012, Sigrún Sigurðardóttir, en hún vann punktakeppnina; var á 37 punktum.

Sigrún Sigurðardóttir (lenst til hægri), nýkrýndur klúbbmeistari GÁ sigraði punktakeppni Gullhamarsins 2012!!! Mynd: Björn Sveinbjörnsson.

Bestu tilþrif í mótinu átti Guðrún Björg Guðjónsdóttir, GVG (þ.e. úr Golfklúbbnum Vestarr í Grundarfirði) en hún fór holu í höggi í mótinu á         16. braut, þ.e. „Eyjunni.“

Golf 1 óskar Guðrúnu Björg innilega til hamingju með draumahöggið!

Guðrún Björg Guðjónsdóttir, GVG, fór holu í höggi í Gullhamrinum 2012. Til hamingju!!! Mynd: GVG

Helstu úrslit eru annar eftirfarandi:

Punktakeppni með forgjöf:
1. Sæti  á 37 punktum  Sigrún Sigurðardóttir GÁ
2. Sæti  á 35 punktum Fjóla Pétursdóttir GB 19 pkt á seinni 9
3. Sæti á 35 puntkum Ásdís Helgadóttir GSE 18 pkt á seinni 9

Höggleikur án forgjafar:
1. sæti  á 78 höggum Þórdís Geirsdóttir GK
2. sæti  á 86 höggum Arnfríður I Grétarsdóttir GG en 39 högg á seinni 9
3. sæti á 86 höggum Hugrún Elísdóttir GVG en á 44 höggum seinni 9

Nándarverðlaun:
1. Á annarri braut:.  Þuríður Halldórsdóttir – 2.76m
2. Á áttundu braut:  Rebekka Kristjánsdóttir GGB -4.43m
3. Á tíundu braut:  Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir GG – 1.89m
4. Á fjórtándu braut:  Þórdís Geirsdóttir GK – 2.68m
5. Á sextándu braut: Guðrún Björg Guðjónsdóttir – 0.00m Hola í höggi!!!

Næst holu í 2. höggi á 4. braut:
Snjólaug Steinarsdóttir GO – 0.89m

Næst holu í 2. höggi á 18. braut:
Hugrún Elísdóttir GVG

Lengsta teighögg á 11. braut:
Þórdís Geirsdóttir GK