Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2012 | 11:00

Golfklúbbur Siglufjarðar: Opna Bakarís- og Vífilfellsmótið um verslunarmannahelgina

Glæsilegasta golfmót sumarsins hjá GKS verður haldið laugardaginn 4. ágúst. Spilaðar verða 18 holur. Ræst af öllum teigum kl 09:00. Innifaldar  eru veitingar að móti loknu. Keppt verður í kvenna- og karlaflokki. Hámarksforgjöf karla er 24 og kvenna 28. Dregið er úr skorkortum. Mótið er styrkt af Aðalbakaríinu Siglufirði og Vífilfelli og hefst kl. 09:00. Mótsgjald 3.000 kr. Endilega skráið ykkur í mótið.

Peningaverðlaun í karla- og kvennaflokki frá Aðalbakaríinu Siglufirði.

Nándarverðlaun og lengsta drive í boði Vífilfells.

Upplýsingar og skráning: SMELLIÐ HÉR: 

Aðeins þeir sem eru með löglega skráða forgjöf, samkvæmt forgjafarkerfi GSÍ, geta unnið til verðlauna í karla- eða kvennaflokki.

Skráningarfrestur er til kl 22:00 föstudaginn 3. ágúst.