Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2012 | 16:00

GO: Hallgrímur Þorsteinsson fór holu í höggi!

Sunnnudagsmorguninn 22. júlí 2012, rétt fyrir kl. 11:00 í „eina“ 4ra manna ráshópi dagsins fór Hallgrímur Þorsteinsson holu í höggi.

Hallgrímur Þorsteinsson, GO. Mynd: Golf 1.

Hallgrímur var á heimavelli því hann er í Golfklúbbnum Oddi.

Þetta afrek var unnið á 8. holu vallarins, sem er par-3 og 109 metrar af gulum teigum.

Þess má geta að þetta er í þriðja sinn sem Hallgrímur afrekar að fara holu í höggi.

Golf 1 óskar Hallgrími innilega til hamingju með 3. draumahöggið!

Heimild: GO