Afmæliskylfingur dagsins: Janet Coles – 4. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Janet Coles. Janet fæddist 4. ágúst 1954 og er því 58 ára í dag. Hún spilaði hér áður fyrr á LPGA og sigraði tvívegis; á Ladies Michelob, 8. maí 1983 og Natural Light Tara Classic, 30. aprí 1978. Þann 22. ágúst 2011 var Janet ráðin sem þjálfari hjá Dartmouth College. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Hver er kylfingurinn: Victoria Elizabeth?
Victoria Elizabeth er 20 ára og frá Dayton, Ohio. Hún sigraði í fyrsta sinn á LPGA Futures Tour á Credit Union Classic mótinu styrktu af Wegmans. Hún komst í forystu strax á 2. hring og átti síðan glæsilegan lokahring upp á 68 högg og vann með 2 högga mun. Elizabeth spilaði fyrsta á Futures Tour árið 2009. Besti árangur hennar eftir 10 mót sem hún tók þátt í var 7. sætið. Árið 2010 var besti árangurinn T-11 og 2011 T-5. Meðalskor Victoriu hefir batnað á hverju ári og hún var í 13. sæti á túrnum í þeirri tölfræði á síðasta tímabili. Enn sem komið er af tímabilinu 2012 hefir hún náð Lesa meira
LET: Catriona Matthew leiðir eftir 1. hring á Opna írska
Það er hin skoska Catriona Matthew, sem leiðir eftir 1.dag Opna írska. Catriona kom í hús í gær á 5 undir pari, 67 höggum – fékk 8 fugla og 3 skolla. Í 2. sæti var sú sem var í forystu snemma dags í gær, hin sænska Pernilla Lindberg. Pernilla var á 4 undir pari, 68 höggum Í 3. sæti eftir 1. dag er Felicity Johnson frá Englandi á 3 undir pari, 69 höggum. Síðan eru það 5 stúlkur sem deila 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum þ.á.m. Sophie Gustafson frá Svíþjóð, sem var í sigursælu Solheim Cup liði Evrópu 2011, en þá var einmitt keppt á Killeen Castle. Lesa meira
Íslandsmót eldri kylfinga: Sigrún Margrét Ragnarsdóttir; María Málfríður Guðnadóttir; Ragnar Guðmundsson og Sigurður H. Hafsteinsson leiða eftir 2. dag
Í dag lauk 2. hring á Íslandsmóti eldri kylfinga. Leikið var á Hólmsvelli í Leiru í dæmigerðu „Leirulogni.“ Helstu úrslit á Íslandsmótinu eftir 2. dag eru eftirfarandi: Konur 65+: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls Mismunur H1 H2 H3 Alls Mismunur 1 Sigrún Margrét Ragnarsdóttir GK 10 F 41 42 83 11 90 83 173 29 2 Inga Magnúsdóttir GK 13 F 41 45 86 14 88 86 174 30 3 Ólafía Sigurbergsdóttir GS 17 F 56 49 105 33 91 105 196 52 4 Lucinda Grímsdóttir GK 19 F 54 45 99 27 108 99 207 63 Konur 50+: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Lesa meira
Viðtal við Íslandsmeistarann í höggleik 2012 – Harald Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistari í höggleik 2012 er vinsæll maður meðal GR-inga, sérstaklega þessa dagana. Þegar Haraldur Franklín kom í stutt viðtal hjá Golf 1, í Korpunni, þar sem talað skyldi um sigur hans á Strandarvelli, var hann faðmaður og knúsaður af þeim sem á staðnum voru. Einn sagði: „Þetta er æðislegt; ég fór að gráta.“ Þannig er eflaust mörgum GR-ingum innanbrjósts…. en Haraldur Franklín er fyrsti GR-ingurinn til þess að vinna Íslandsmeistaratitil í höggleik, í karlaflokki, í 27 löng ár eða allt frá árinu 1985, þegar Sigurður Pétursson vann. Margir komust við og voru hrærðir. Og sá sem er hetja GR-inga og valdur að allri gleðinni er Haraldur Franklín. Lesa meira
Feðgin – Guðrún Brá og Björgvin – mætast í Einvíginu á Nesinu sem fram fer n.k. mánudag
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL, Einvígið á Nesinu, verður haldið í 16. skipti á Nesvellinum mánudaginn 6. ágúst nk. Í ár mun DHL styrkja Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna, um eina milljón króna. Mótið verður með hefðbundnu sniði, þ.e. klukkan 10.00 leika keppendur 9 holu höggleik og kl. 13.00 hefst svo Einvígið (shoot-out). Einn kylfingur dettur út á hverri holu, þar til tveir berjast um sigurinn á 18. holu. Venju samkvæmt er 10 af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í fyrsta skipti munu feðgini mætast í Einvíginu en meðal þáttakenda er Björgvin Sigurbergsson úr GK og dóttir hans Guðrún Brá, Íslandsmeistari unglinga. Björgvin hefur sigrað Einvígið tvisvar sinnum en Guðrún Brá Lesa meira
LET: Pernilla Lindberg leiðir snemma dags á Ladies Irish Open
Í dag hófst í Killeen Castle í Meath héraði á Írlandi, á hinum frábæra Jack Nicklaus hannaða velli, Ladies Irish Open. Sú sem tekið hefir forystuna er fyrrum skólafélagi Eyglóar Myrru Óskarsdóttur í Oklahoma State, Pernilla Lindberg, frá Svíþjóð. Hún spilaði kastalavöllinn í Killeen á 4 undir pari, 68 glæsihöggum. Pernilla fékk 6 fugla og 2 skolla. Þær sem næstar koma að svo stöddu eru Elizabeth Bennett, frá Englandi; Sophie Gustafson frá Svíþjóð og Rachel Bailey frá Ástralíu. Allar spiluðu þær á 2 undir pari, 70 höggum. Enn eiga margar eftir að koma inn og ljúka leik. Fylgjast má með stöðunni á 1. dag Ladies Irish Open með því að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson – 3. ágúst 2012
Afmæliskylfingur dagsins er hann Issi, öðru nafni Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson. Hann er fæddur 3. ágúst 1972 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Jóhann Þorgrímur er í Golfklúbbi Grindavíkur. Hann er trúlofaður Hjördísi Guðmundsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með merkisafmælið hér: Issi Jóhann Þorgrímur Hallgrímsson (40 ára) Aðrir frægir kylfingar eru: Omar David Uresti , 3. ágúst 1968 (44 ára); Lee Andrew Slattery, 3. ágúst 1978 (34 ára); Peter Whiteford, 3. ágúst 1980 (32 ára) …… og ……. Lárus Kjærnested Ívarsson (35 ára) Laila Ingvarsdóttir, GHÞ (55 ára) Regína Sveinsdóttir, GKB (57 ára) Líney Óladóttir (47 ára) Böddi Öder, GO (19 ára) Ragnar Már Garðarsson, GKG (17 Lesa meira
GHD: Dalvíkurskjálftinn fer fram á morgun – laugardaginn 4. ágúst 2012
Árlegt stórmót. Mótið hefst kl. 8.00 og verður tvískipt útræs ef þátttaka fer yfir 60 manns. Ræst út frá 8.00-10.36 og 13.30 – ca 16.00 Heildarvinningar kr. 400.000 Lengsta teighögg af rauðum og gulum teigum. Nándarverðlaun fyrir par 3 brautir af rauðum og gulum teigum. Fugl fyrir fugl; allir þeir sem ná fuglum á 18 holunum fá jafnmarga kjúklinga. Fjöldi vinninga degnir úr skorkortum viðstaddra. Leikform verður punktakeppni með og án forgjafar í eftirfarandi flokkum: Karlar 0-24 í forgjöf – gulir teigar Karlar háforgjafarflokkur 24.1 + – gulir teigar Öldungaflokkur karla – gulir teigar Konur 0-28 í forgjöf Konur háforgjafarflokkur 28,1+ Öldungarflokkur kvenna Mótsgjald: 4500 kr. Upplýsingar í Lesa meira
PGA: Andres Romero leiðir á Reno-Tahoe – hápunktar og högg 1. dags
Í Montreux Golf & Country Club, í Renon Nevada hófst í gær Reno-Tahoe mótið. Spilað er eftir afbrigði af Stabbleford punktakerfinu (ens. Modified Stabbleford) þar sem gefnir eru 8 punktar fyrir albatross, 5 punktar fyrir örn, 2 punktar fyrir fugl, 0 punktar fyrir par. Síðan eru gefnir mínus punktar fyrir verra en par eða -1 punktur fyrir skolla og -3 fyrir skramba. Reno-Taho mótið er eina mótið á PGA mótaröðinni þar sem spilað er skv. punktakerfi. Það er Argentínumaðurinn Andres Romero, sem er í forystu á mótinu eftir 1. dag. Romero komst í fréttirnar á Opna breska vegna kylfubera síns, en það var enginn annar en knattspyrnumaðurinn Carlos Tevez, hjá Lesa meira










