Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 2. 2012 | 15:00

Viðtal við Maríu Hjorth um Ólympíuleikana

Þar sem golf snýr aftur sem keppnisgrein á Sumarólympíuleikunum í Ríó de Janeiro árið 2016, tók blaðafulltrúi LET, eftirfarandi viðtal við liðsmann Solheim Cup, sænska kylfinginn Maríu Hjorth og bað hana um álit sitt á golfi sem Ólympíugrein og Ólympíuleikunum almennt: 

Hver er uppáhalds ólympíugreinin þín? Mér líkar við margar greinar! En það sem ég fylgist helst með eru sund, frjálsar og tennis!  

Hverjir eru uppáhalds íþróttamennirnir þínir á Ólympíuleikunum? Mér finnst Michael Phelps mjög flottur! En ég er líka mikill aðdáandi Federer þannig að ég verð að minnast á hann líka!

Ætlarðu að fara á Ólympíuleikana í London og fylgjast með ákveðnum atburðum á Ólympíuleikunum 2012? Nei, það er mjög dýrt og mér líkar bara að fylgjast með í sjónvarpinu og fylgjast þannig með fleiri en 1 grein.

Hvaða land telur þú að fái flestu medalíurnar? Hvað með Bretland í því sambandi? Ég myndi giska á Bandaríkin vegna þess að þau eru mjög framarlega í frjálsum en Kína fær líklegast fullt af medalíum líka! Bretar munu fá sinn skerf af medalíum en ég held að þeir verði ekki með tærnar þar sem toppþjóðirnar hafa hælana. 

Hvaða Ólympíuleikar eru í mestu uppáhaldi hjá þér? Ég get ekkert sagt til um það ég hef ekki fyglst það náið með hvert fjórða ár til þess að mynda mér skoðun. Leikarnir í Sydney voru flottir en ég man ekki nógu langt aftur til þess að bera leikana saman!

Æfir þú eða hefir þú nokkru sinni æft aðra olympíuíþrótt en golf?  Ég spilaði krullu (ens. curling) til ársins 1998 og það er vetrarólympíuíþrótt núna.

Hvert er uppáhaldsandartak þitt á Ólympíuleikunum? Mér líka alltaf opnunarhátíðirnar. Það er frábært að sjá svona marga góða íþróttamenns samankomna á svo smáum bletti. 

Hefir þú hitt einhverja Ólympíuverðlaunahafa fyrir utan Vera Shimanskaya? Já, nokkra sem eru á Ólympíuleikunum af hálfu Svíþjóð. T.d. Tomas Johansson, skautamann og síðan auðvitað þá sem eru í sænska krulluliðinu og nokkra af brun og gönguskíðamönnunum okkar líka.

Ef þú værir ekki í golfi hvaða aðra ólympíugrein myndir þú leggja stund á? Tennis.

Ef þú myndir ekki hafa helgað feril þinn golfi í hvaða annarri grein telur þú að þú myndir hafa náð árangri? Krullu.

Veistu hvernig ferlið er til þess að verða valin í golflið þjóðar sinnar fyrir Ólympíuleikana 2016? Það byggist allt á heimslistanum. Það eru 60 kylfingar alls sem fá að keppa og þjóð getur átt mest 4 keppendur en þá verður sú þjóð að eiga a.m.k. 2 leikmenn í top-15 á heimslistanum. Ef ekki þá fær hver þjóð að vera með 2 kylfinga sem eru hæstir á heimslistanum.

Hvernig telur þú að golf muni breytast eftir að það verður aftur ólympíugrein? Alls ekki mikið. Ég tel bara að þetta muni verða frábært tækifæri fyrir minni þjóðir (INNSKOT: s.s. Ísland)  til þess að keppa í stóru golfmóti og á Ólympíuleikunum!

Heimild: LET