Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2012 | 06:00

Condoleezza Rice og Darla Moore fyrstu konurnar til að hljóta inngöngu í Augusta!!!

Munið hvaða golffréttamiðill á Íslandi birti þessa frétt fyrstur allra…. Golf 1.

Sagan þ.á.m. golfsagan er skrifuð á hverjum degi.  Sjaldan hefir verið jafnmikið tilefni til að fagna og nú í dag. A.m.k. er þetta mikill gleðidagur allra jafnréttissinnaðra kylfinga. Nú í nótt að íslenskum tíma bárust þær gleðifregnir frá Bandaríkjunum að fyrstu konunum hefði verið heimiluð innganga og félagsaðild að Augusta National. Fyrst um sinn hefir tveimur konum verið boðin innganga: fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna Condoleezzu Rice og banka-og fjármálajöfrinum Dörlu Moore. Nú verður því hægt að horfa á the Masters í fölskvalausri gleði en ekki með römmu hjábragði misréttis og óréttlætis.

Er þetta 80 árum of seint? Það er skondið misræmi að þegar Augusta National opnaði fyrst dyr sínar fyrir kylfingum árið 1932 höfðu konur í Bandaríkjunum og hér á Íslandi þegar hlotið kosningarétt. En þær máttu eftir sem áður ekki slá með kylfu í lítinn bolta á grundum Georgia, þ.e. golfvelli Augusta National, sem meðlimir klúbbsins… fyrr en nú.

Billy Payne, framkvæmdastjóri Augusta Natioanal sagði við þetta tækifæri að þetta væri „gleðilegt tilefni“ og „mikilvægur og jákvæður tími í sögu klúbbsins (Augusta National) og jafnframt að „það myndi verða með stolti sem Condoleezzu og Dörlu yrðu afhentir grænu jakkarnir þegar klúbburinn opnaði að nýju í haust.“

Í fréttatilkynningu frá Condoleezzu Rice sagði m.a.:

„Ég hef heimsótt Augusta National nokkrum sinnum og hlakka til að spila golf, endurnýja vináttu og stofna til nýrra kynna gegnum þetta sérstaka tækifæri. Ég hef í langan tíma dáðst að mikilvægu hlutverki Augusta National í hefðum og sögu golfíþróttarinnar. Ég ber líka gríðarlega virðingu fyrir Masters mótinu og skuldbindingu þess við vöxt golfíþróttarinnar, sérstaklega meðal ungmenna hér í Bandaríkjunum og um allan heim.“

Í fréttatilkynningu frá Dörlu Moore sagði m.a.:

„Ég er stolt að hafa þegið boð um félagsaðild að Augusta National Golf Club. Augusta National hefir ávallt fangað hug minn og er einn af mest töfrandi, fallegum stöðum í heiminum, eins og allir sjá ár hvert á Masters í apríl…. ég er heppin að eiga marga vini, sem eru félagar í Augusta National, þannig að fá að gerast félagi þeirra í klúbbnum er hamingjuríkur og mikilvægur atburður í lífi mínu. En ofar öllu öðru er að Augusta National og Masters mótið hafa ávallt staðið fyrir  afburðagæði og það er það sem er mér mikilvægt. Ég er gríðarlega þakklát fyrir þessi forréttindi.“

Það eru ýmsir sem hafa skoðanir á að nú skuli konum hafa verið heimiluð aðild að Augusta National golfklúbbnum. Smellið á eftirfarandi:

FRÉTT WALL STREET JOURNAL UM FÉLAGSAÐILD RICE OG MOORE AÐ AUGUSTA NATIONAL

ÁLIT MIKE WALKER HJÁ GOLF MAGAZINE Á CNN AF HVERJU KONUM VAR LOKS HEIMILUÐ INNGANGA AÐ AUGUSTA

ÁLIT TJ WALKER FRÉTTASKÝRANDA 

Heimild: Time