Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2012 | 19:45

PGA: Sergio Garcia sigraði í fyrsta sinn í 4 ár á Wyndham – hápunktar og högg 4. dags – viðtal

Það var Sergio Garcia sem stóð uppi sem sigurvegari á Wyndham Championship, sem fram hefir farið á golfvelli Sedgefield Country Club, í Greensboro, í Norður-Karólínu, nú um helgina. Þetta er fyrsti sigur Sergio Garcia á PGA Tour í 4 ár. Ekki tókst að ljúka mótinu í gær vegna mikilla rigninga, þannig að spila varð 4. hring í dag.

Sergio Garcia spilaði á samtals 262 höggum (67 63 66 66) og hlaut að sigurlaunum $ 936.000 (u.þ.b. 120 milljónir íslenskra króna).

Eftir sigurinn sagði Garcia m.a.: „ “Ég er stoltur af því hvernig ég spilaði í dag. Vonandi tryggir þetta mér sæti í Ryder Cup liðinu.”

Tim Clark frá Suður-Afríku varð í 2. sæti og Bandaríkjamaðurinn Bud Cauley í 3. sæti.

Til þess að sjá úrslitin á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á Wyndham Championship SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá viðtal við Sergio Garcia eftir sigurinn SMELLIÐ HÉR: