Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2012 | 14:50

Sveitakeppni eldri kylfinga: Nesklúbburinn sigraði í 2. deild eldri kvenna!

Það var Nesklúbburinn sem er sigurvegari í 2. deild eldri kvenna og spilar í 1. deild á næsta ári.  Leiknir voru 2 hringir í höggleik og var sigurskorið í ár 752 högg hjá kvennasveit Nesklúbbsins. Spilað var á Víkurvelli hjá Golfklúbbnum Mostra og má sjá niðurstöður með því að SMELLA HÉR: Íslandsmeistarar eldri kvennasveitar Nesklúbbsins í 2. deild var þannig skipuð: Ágústa Dúa Jónsdóttir Kristín Erna Gísladóttir Oddný Rósa Halldórsdóttir Rannveig Laxdal Þyrí Valdimarsdóttir  

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2012 | 13:55

Sveitakeppni unglinga: Sveit GR sigraði í flokki 15 ára og yngri telpna í Þorlákshöfn – myndasería

Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur sigraði í flokki 15 ára og yngri telpna í úrslitaleik við A-sveit Golfklúbbsins Keilis í sveitakeppni GSÍ, sem fram fór dagana 17.-19. ágúst 2012. Alls tóku 5 sveitir þátt og var leikið á Þorláksvelli hjá GÞ. Hér má sjá myndsaseríu frá sigursveit GR, Íslandsmeisturum í sveitakeppni í flokki 15 ára og yngri telpna: SIGURSVEIT GR – ÍSLANDSMEISTARAR Í FLOKKI 15 ÁRA OG YNGRI TELPNA Í SVEITAKEPPNI GSÍ 2012  Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri telpna eru þær: Eva Karen Björnsdóttir, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Karen Ósk Kristjánsdóttir og Saga Traustadóttir. Úrslit í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri telpna voru eftirfarandi: Telpur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 20. 2012 | 11:00

Sveitakeppni unglinga: Sveit GKG sigraði í flokki 18 ára og yngri pilta – myndasería

Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri fór fram á Þverárvelli að Hellishólum og fór Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar með sigur af hólmi eftir úrslitaleik við Golfklúbbinn Keili. Sjá má myndaseríu hér: MYNDASERÍA FRÁ SVEITAKEPPNI GSÍ – PILTAFLOKKUR 18 ÁRA OG YNGRI – GÞH 17.-19. ÁGÚST 2012 Sigursveit GKG í flokki 18 ára og yngri pilta skipuðu þeir f.v. á efri mynd: Sverrir Ólafur Torfason, Egill Ragnar Gunnarsson, Ragnar Már Garðarsson, Emil Ragnarsson, Daníel Hilmarsson og Aron Júlíusson.  Þjálfari Íslandsmeistara GKG í sveitakeppni í piltaflokki, Derrick Moore er í miðjunni. Úrslit í sveitakeppni GSÍ í flokki pilta 18 ára og yngri voru eftirfarandi: Piltar 18 ára og yngri: 1. sæti Golfklúbbur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 22:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jhonattan Vegas – 19. ágúst 2012

Það er Jhonattan Vegas frá Venezuela sem er afmæliskylfingur dagsins. Jhonattan fæddist í Maturín, Venezuela 19. ágúst 1984 og er því 28 ára í dag. Hann spilaði með golfliði University of Texas, gerðist atvinnumaður í golfi 2008 og fór að spila á Nationwide Tour 2009.  Hann á einn sigur í beltinu á Nationwide Tour (sem nú heitir Web.com Tour) þ.e. á Preferred Health Systems Wichita Open og eins sigraði hann í móti á suður-ameríska túrnum, Tour de las Américas; Abierto de la República. Jhonattan skaust upp á frægðarhiminn golfsins þegar hann sigraði Bob Hope Classic þ.e. 1. mótið sitt á PGA Tour 23. janúar 2011, eftir sigur á Billy Haas Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 21:00

Úrslit í sveitakeppnum unglinga og eldri kylfinga

Sveitakeppni unglinga og eldri kylfinga fór fram víða um land um helgina. 1. deild karla og kvenna eldri kylfinga fór fram á Flúðum en 2. deild var leikinn í Stykkishólmi. Golfklúbbur Akureyrar er Íslandsmeistari í sveitakeppni eldri kylfinga í karlaflokki en Golfklúbbur Reykjavíkur í kvennaflokki. Sveitakeppni pilta 18 ára og yngri fór fram á Þverárvelli að Hellishólum og fór Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar með sigur af hólmi eftir úrslitaleik við Golfklúbbinn Keili. Í keppni stúlkna 18  ára og yngri fór A-sveit Golfklúbbsins Keilis með sigur eftir úrslitaleik við Golfklúbb Reykjavíkur. Leikið var í stúlkna- og telpnaflokki í Þorlákshöfn. Í telpnaflokki fór Golfklúbbur Reykjavíkur með sigur eftir að hafa lagt A-sveit Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 17:15

Richard Akin – 67 ára Texas-búi – fékk tvo ása á sama hring!!!

Sumir hafa alla heppnina sín meginn… og kannski svolitla hæfileika líka. Þannig var það með hinn 67 ára Rich Akin, sem ekki aðeins fékk 5. draumahöggið sitt s.l. helgi heldur líka 6. draumahöggið og allt á sama hring. Í reynd hefir Akin, sem spilaði í móti á vegum Men’s Golf Association á Quail Valley golfvellinum fengið alla 6 ása sína á þeim velli, en þessir tveir síðustu eru líklega þeir sérstökustu. Mótið var með shotgun fyrirkomulagi  og seinni ásinn kom í síðasta höggi Akin, sem hann sló með 7-járni. Átjánda braut La Quinta í Quail Valley er 147 yarda (134,4 metra) par-3 hola. „Ég hrópaði á eftir (boltanum meðan hann var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 16:45

Eimskipsmótaröðin (5): Ólafur Björn og Ólafía Þórunn sigruðu á Securitas-mótinu!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR  tryggði sér sigur í kvennaflokki á Securitas mótinu í dag þegar hún lék lokahringinn á 71 höggi eða á pari endaði mótið á 11 höggum yfir pari. Í öðru sæti varð Signý Arnórsdóttir GK sem lék í dag á 73 höggum eða 2 yfir pari, Signý endaði á 13 höggum yfir pari í heildina.  Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK og Ingunn Einarsdóttur GKG urðu jafnar í 3.-4. sæti á 15 högum yfir pari . Guðrún Brá leiddi mótið eftir fyrstu tvo hringina og lengst af á lokahringnum en hún missti niðurforskot sitt þegar hún fékk skolla á  14.,15.,16. og 18. holu og þrefaldan skolla á þeirri 17. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 19. 2012 | 16:30

LET: Lydía Hall sigraði á ISPS Handa British Masters

Það var Lydía Hall frá Wales sem vann fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour) í dag þegar hún sigraði á ISPS Handa British Masters. Lydía lék á samtals 7 undir pari, 209 höggum (66 71 72), sem var sigurskorið. „Ég er augljóslega enn á tunglinu (ekki komin niður),“ sagði sigurvegarinn, hin 24 ára Lydía Hall, frá Wales. „Ég hef beðið eftir því að sigra á móti (á evrópska túrnum) síðastliðin 5 ár alveg síðan ég kom á túrinn. Ég komst nálægt því í Q-school og það er svolítið síðan. Mér hefir gengið vel í Dubai s.l. nokkur ár, en augljóslega var dagurinn í dag ein af Lesa meira