Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2012 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Darla Moore?

Darla Moore er önnur af tveimur fyrstu konunum, til að hljóta félagsaðild að Augusta National golfklúbbnum. Minni sögum fer af forgjöf hennar – hún virðist ekki hafa neina, a.m.k. hefir engum fjölmiðli tekist að hafa upp á hver forgjöf Dörlu Moore er. Spurning hvort hún gefi sér yfirleitt tíma í golf?

Á hinn bóginn er það að rífa niður kynjamúra er ekkert nýtt fyrir Moore.

Hún er vön því að vera eina stelpan í allskyns strákaklúbbum, en hún er varaforseti eins af stærstu fjárfestingarfyrirtækjum Bandaríkjanna.

Árið 1997 var hún fyrsta konan til þess að vera forsíðufrétt í tímaritinu Fortune magazine og á tímabili var hún eina konan í stjórn University of South Carolina, sem er háskólinn, sem hún útskrifaðist frá.

Í Fortune magazine var Moore lýst sem „blöndu af Terminator og Kim Basinger.“

Ferill Dörlu Moore tók kipp upp á við þegar hún hækkaði í  eina af æðstu stöðum Chemical Bank og varð hæstlaunaðasta konan í bankageiranum. Hún er nú varaforseti einkafjárfestingarfélags sem eiginmaður hennar, Richard Rainwater, stofnaði en hann einn á eignir sem metnar eru á $2.3 billjónir nettó.

Moore er þekkt utan bankageirans, á sæti í fjölda stjóra, bæði á vegum bandaríska ríkisins og fyrirtækja, sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni (ens.: non-profit)  og er jafnframt  mikill mannvinur og virk í störfum fjölmargra góðgerðarsamtaka. T.a.m. er hún stærsti fjárstyrktaraðili en 1998 gaf hún gamla háskólanum sínum University of South Carolina,  $75 milljónir.

Darla Moore sem kemur frá Suður-Karólínu varð BA í stjórnmálafræði á aðeins 3 árum frá University of South Carolina. Árið 1998 gaf hún skólanum $25 milljónir eyrnamerktar viðskiptafræðideild skólans og skólinn breytti við það um nafn, var skírður Darla Moore School of Business at the University of South Carolina.

Þrátt fyrir að hafa skapað sér nafn í geira þar sem karlar eru í mikilum meirihluta og meðal flestra valdamestu manna í einkageiranum og í heimi fyrirtækja sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni, þá forðast Darla Moore kastljósið.

„Hún elskar að starfa á bakvið tjöldin. Það er fólkið í kringum hana sem hún vill leggja aðaláherslu á og setja í framvarðarsveitina. Hún vill ekki að allt snúist um sig.“ sagði Jim Field, framkvæmdastjóri Palmetto Institute, eins fyrirtækjanna sem ekki er rekið í hagnaðarskyni.

Það fer það orð af Dörlu Moore að hún sé kona sem komi hlutunum í verk. Hæfileikar hennar að standa fyrir fjársöfnunum og taka erfiðar ákvarðanir í fundarherbergjum hafa orðið tilefni nafnbótarinnar „the toughest babe in business” skv. Fortune magazine.