
Sveitakeppni eldri kylfinga: „Strákarnir í Sandgerði“ Íslandsmeistarar í 2. deild eldri karla – spila í 1. deild að ári!!! – myndasería
Keppni í 2. deild fór fram í Stykkishólmi og þar sigraði sveit GSG í karlaflokki eftir hörkuleik við sveit GKG þar sem síðustu tvær viðureignirnar enduðu með bráðabana á 19. holu. Í þeim báðum höfðu Sandgerðingarnir Ásgeir Eiríksson og Erlingur Jónsson betur við andstæðinga sína í GKG þá Andrés I Guðmundsson og Tómas Jónsson.
Ragnar Geir Hilmarsson og Gunnar Árnason, GKG sigruðu þá Þorvald Kristleifsson og Skafta Þórisson, GSG sannfærandi í fjórmenningi 5&4 og Guðmundur Einarsson, framkvæmdastjóri GSG tapaði sínum leik í tvímenningnum fyrir Hlöðveri Sigurgeiri Guðnasyni. Þetta voru einu vinningar GKG en fimmti leikurinn, viðureign Helga Hólm, GSG og Kjartans Guðjónssonar, GKG lauk 6&5.
Því vann sveit GSG, sveit GKG í hörkuspennandi viðureignum eins og áður segir 3-2.
Sigursveit Íslandsmeistara GSG í 2. deild eldri karla var svo skipuð: Ásgeir Eiríksson, Erlingur Jónsson, Guðmundur Einarsson, Helgi Hólm, Skafti Þórisson og Þorvaldur Kristleifsson.
Í sveit GKG voru hins vegar: Andrés I. Guðmundsson, Gunnar Árnason, Hlöðver Sigurgeir Guðnason, Kjartan Guðjónsson, Ragnar Geir Hilmarsson og Tómas Jónsson.
Báðar sveitir, sveit GSG og GKG spila þó í 1. deild að ári en sveitir GO og GÖ féllu í 2. deild.
Úrslit í sveitakeppni GSÍ 2012, 2. deild eldri karla eru eftirfarandi:
2. deild karla eldri kylfinga:
1. Golfklúbbur Sandgerðis
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
3. Golfklúbbur Borgarness
4. Golfklúbburinn Kjölur
5. Golfklúbburinn Leynir
6. Golfklúbbur Flúða
7. Golfklúbbur Selfoss
8. Golfklúbburinn Mostri
Til þess að sjá myndaseríu frá sveitakeppni GSÍ í 2. deild karla og kvenna sem fram fór á Víkurvelli í Stykkishólmi hjá GMS og fallegar myndir Helga Hólm af Stykkishólmi SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 9. 2022 | 14:00 Ágúst Ársælsson klúbbmeistari í Svíþjóð
- ágúst. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Webb Simpson —— 8. ágúst 2022
- ágúst. 8. 2022 | 08:00 Evróputúrinn: Callum Shinkwin sigraði á Cazoo Open
- ágúst. 7. 2022 | 20:00 AIG Women’s Open 2022: Ashleigh Buhai sigraði!!!
- ágúst. 7. 2022 | 17:30 Íslandsmótið 2022: Kristján Þór og Perla Sól Íslandsmeistarar 2022!!!
- ágúst. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2022
- ágúst. 7. 2022 | 15:15 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lauk keppni T-3 og Bjarki T-35 á Vierumäki Finnish Challenge
- ágúst. 7. 2022 | 14:50 Íslandsmótið 2022: Perla Sól og Kristján Þór leiða eftir 3. dag
- ágúst. 7. 2022 | 14:30 Íslandsmótið 2022: Lokatilraun til að spila 4. hring verður gerð kl. 16:30
- ágúst. 6. 2022 | 22:00 Íslandsmótið 2022: Hulda Clara og Sigurður Bjarki jöfnuðu vallarmetin á Vestmannaeyjavelli
- ágúst. 6. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (31/2022)
- ágúst. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Doug Ford, Pétur Steinar Jóhannesson og Michel Besancenay – 6. ágúst 2022
- ágúst. 5. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gylfi Rútsson – 5. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Þór Unnarsson – 4. ágúst 2022
- ágúst. 4. 2022 | 14:00 Forsetabikarinn 2022: Davis Love III útnefnir Simpson og Stricker sem varafyrirliða