Íslandsmeistarar í A-sveit Keilis í sveitakeppni GSÍ 2012 í stúlknaflokki. F.v.: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Sara Margrét Hinriksdóttir og liggjandi fyrir framan Saga Ísafold Arnarsdóttir. Mynd: Helga Laufey Guðmundsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2012 | 14:00

Sveitakeppni unglinga: A-Sveit GK sigraði í flokki 18 ára og yngri stúlkna í Þorlákshöfn

Um s.l. helgi fóru fram sveitakeppnir unglinga og eldri kylfinga. Í keppni stúlkna 18 ára og yngri fór A-sveit Golfklúbbsins Keilis með sigur eftir úrslitaleik við Golfklúbb Reykjavíkur.

Í sigursveit Íslandsmeistara Golfklúbbsins Keilis í flokki stúlkna 18 ára og yngri 2012 voru þær: Anna Sólveig Snorradóttir, Högna Kristbjörg Knútsdóttir, Saga Ísafold Arnarsdóttir og Sara Margrét Hinriksdóttir.

Í silfur-sveit GR, sem varð í 2. sæti voru þær: Sunna Víðisdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Eydís Ýr Jónsdóttir.

Brons-sveit GKG. F.v.: Gunnhildur Kristjánsdóttir, Helena Kristín Brynjólfsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir og Andrea Jónsdóttir. Mynd: Í einkaeigu.

Í sveit GKG sem varð í 3. sæti voru (f.v. á mynd): Gunnhildur Kristjánsdóttir, Helena Kristín Brynjólfsdóttir, Særós Eva Óskarsdóttir og Andrea Jónsdóttir.

Úrslit í sveitakeppni unglinga í flokki 18 ára og yngri stúlkna voru eftirfarandi:

Stúlkur 18 ára og yngri:
1. Golfklúbburinn Keilir-a
2. Golfklúbbur Reykjavíkur
3. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
4. Golfklúbburinn Keilir-b
5. Nesklúbburinn
6. GHD/GA