Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2012 | 19:45

Evróputúrinn: Brett Rumford og Knut Borsheim efstir á Johnnie Walker Championship eftir 1. dag í Gleneagles

Það er Englendingurinn Brett Rumford og Knut Borsheim frá Noregi sem eru í forystu eftir 1. hring Johnnie Walker Championship, sem hófst í dag á Gleneagles í Skotlandi.

Báðir spiluðu þeir Rumford og Borsheim á samtals 5 undir pari hvor, 67 höggum.

Þriðja sætinu deila 5 kylfingar sem aðeins eru 1 höggi á eftir forystunni, þ.e. á 4 undir pari, 68 höggum. Þetta er þeir Thorbjörn Olesen, frá Danmörku, Englendingurinn Mark Foster, Skotinn Paul Lawrie, Ítalinn Francesco Molinari og Hollendingurinn Maarten Lafeber.

Í 8. sæti eru síðan aðrir 5 kylfingar sem eru enn einu höggi þ.e. 2 höggum á eftir þeim Rumford og Borsheim, en þ.á.m. er Nicolas Colsaerts, besti kylfingurinn frá Belgíu í langan tíma, sem talinn var mjög sigurstranglegur fyrir mótið – hann er semsagt meðal 8-12 efstu eftir 1. mótsdag.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leysti á Johnnie Walker Championship SMELLIÐ HÉR: